Leita í fréttum mbl.is

Cato hinn gamli

Cato hinn gamliMarcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist.

Kató sennilega frægastur fyrir einlæga andúð sína á hinum sigruðu Púnverjum. Eftir að stríðinu lauk reis samfélag þeirra upp og blómstraði innan þess þrönga ramma sem sigurvegararnir höfðu sett því.

Þetta gramdist Kató, hvort sem það var af því að hann óttaðist um stórveldishagsmuni Rómverja eða af siðferðilegri vandlætingu á háttum Karþagóbúa.

Sagt er að á þessum tíma hafi hann endað allar ræður sínar í öldungaráðinu á setningu sem oft er vitnað til síðan: Praeterea censeo Carthaginem esse delendam, það er: "Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Og þá vita örugglega allir um hvað málið snýst með Samherja og allt það...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.6.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, "Auk þess legg ég til að Samherji hf, verði lagður í eyði" eins og Cato hinn gamli hefði sagt.

Níels A. Ársælsson., 22.6.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband