Leita í fréttum mbl.is

Martröð

Sjódauður maður kom í draumi til vinar síns og bað um að hirt væri um bein sín sjórekin.

 

Gerðu mér greiða,

gakkt út á Skarfahlein.

Haustnóttin heiða

hrímgar þar fjörustein,

liggja þar látin bein

lauguð af Græði.

Þar ríkir þögnin ein,

þó vantar næði.

Þó vantar mig næði.

 

Svalt er í sjónum,

sefur þar enginn rótt.

Krabbar með klónum

klipu mig dag og nótt,

týndi ég höfði og hönd

í hafölduróti.

Bylgjur sem ber að strönd,

berja mig grjóti.

Þær berja mig grjóti.

 

Gerðu mér greiða,

gakkt út á Skarfahlein.

Brimaldan breiða

bjó um mig þar við stein,

dauft er í dauðsmannsvík

daunill sú fjara.

Drafnar þar lemstrað lík,

liggjandi í þara.

Ligg ég í þara.

                                             

Höfundur; Örn Arnarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er magnað kvæði. En líka frekar óhuggulegt. Hvað er að gerast í hausnum á höfundi þegar hann skrifar þetta. Hann bara hlýtur að hafa átt ástvin sem fórst á þennan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.6.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, ég held að Örn Arnar öðru nafni (Magnús Stefánsson) að mig minnir hafi marga fjöruna sopið um ævina.

Ef ég man rétt þá samdi hann kvæðið um Stjána bláa sem stýrði fyrir Keilisnes sem er mjög magnað. Við lærðum það í skólaljóðunum, er það ekki ?

Níels A. Ársælsson., 22.6.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Eitthvað svona..

Æsivindur lotugangur
Löðri siglum hærra blés
Söng í reipum. Sauð á kenipum.
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
Stýrði fyrir Keilisnes.

Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2007 kl. 08:16

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Brynja. Ekki ólíklegt.

Níels A. Ársælsson., 23.6.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband