22.6.2007 | 22:11
Martröð
Sjódauður maður kom í draumi til vinar síns og bað um að hirt væri um bein sín sjórekin.
Gerðu mér greiða,
gakkt út á Skarfahlein.
Haustnóttin heiða
hrímgar þar fjörustein,
liggja þar látin bein
lauguð af Græði.
Þar ríkir þögnin ein,
þó vantar næði.
Þó vantar mig næði.
Svalt er í sjónum,
sefur þar enginn rótt.
Krabbar með klónum
klipu mig dag og nótt,
týndi ég höfði og hönd
í hafölduróti.
Bylgjur sem ber að strönd,
berja mig grjóti.
Þær berja mig grjóti.
Gerðu mér greiða,
gakkt út á Skarfahlein.
Brimaldan breiða
bjó um mig þar við stein,
dauft er í dauðsmannsvík
daunill sú fjara.
Drafnar þar lemstrað lík,
liggjandi í þara.
Ligg ég í þara.
Höfundur; Örn Arnarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 2
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 764872
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er magnað kvæði. En líka frekar óhuggulegt. Hvað er að gerast í hausnum á höfundi þegar hann skrifar þetta. Hann bara hlýtur að hafa átt ástvin sem fórst á þennan hátt.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.6.2007 kl. 23:23
Já, ég held að Örn Arnar öðru nafni (Magnús Stefánsson) að mig minnir hafi marga fjöruna sopið um ævina.
Ef ég man rétt þá samdi hann kvæðið um Stjána bláa sem stýrði fyrir Keilisnes sem er mjög magnað. Við lærðum það í skólaljóðunum, er það ekki ?
Níels A. Ársælsson., 22.6.2007 kl. 23:57
Eitthvað svona..
Æsivindur lotugangur
Löðri siglum hærra blés
Söng í reipum. Sauð á kenipum.
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
Stýrði fyrir Keilisnes.
Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2007 kl. 08:16
Já Brynja. Ekki ólíklegt.
Níels A. Ársælsson., 23.6.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.