Leita í fréttum mbl.is

Jónsmessunótt

Jónsmessunóttin, ađfaranótt 24. júní, er ein ţeirra fjögurra nátta í íslenskri ţjóđtrú sem taldar eru hvađ magnađastar og ţá geta alls kyns dularfullir hlutir gerst. Hinar nćturnar eru allar í skammdeginu: Jólanótt, nýársnótt og ţrettándanótt. Sagt er ađ á Jónsmessunótt fljóti upp ýmiss konar náttúrusteinar sem geta komiđ ađ góđu gagni. Ţá má einnig finna ýmis nýtileg grös.

Ţađ er algengur hugsunarháttur í ţjóđtrú ađ sé fariđ út fyrir ţađ sem myndar einhverja heild skapist hćttuástand; alls kyns öfl, bćđi góđ og ill, leysist úr lćđingi eđa hlutir öđlist sérstaka eiginleika. Ţetta á til dćmis viđ ţegar einu ferli lýkur og annađ tekur viđ.

Ţegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miđnćtti, fara hin myrku öfl á stjá; hiđ sama gerist ţegar árinu lýkur, á nýársnótt og ţegar sólin nćr hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni.

Eitt af ţví sem magnast upp og öđlast sérstakan lćkningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Ţess vegna er ţađ gömul trú ađ mjög heilnćmt sé ađ velta sér nakinn upp úr dögginni ţessa nótt. Geri menn ţađ batna ţeim allir sjúkdómar og ţeim verđur ekki misdćgurt nćsta áriđ á eftir.


mbl.is Jónsmessuhátíđ í Viđey
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Er ţađ sem sagt í kvöld sem mađur á ađ velta sér berrassađur úti á túni? Ég er alveg klár í slaginn

Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Vesgú........byrjum núna.

Níels A. Ársćlsson., 23.6.2007 kl. 01:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband