Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Jónsmessa ?

johannes skírariJónsmessan er fćđingarhátíđ Jóhannesar skírara enda eru Jón og Jóhannes tvö afbrigđi sama nafns í íslensku. Í gömlum ritum er Jóhannes skírari oft nefndur Jón eđa Jóan skírari eđa baptisti. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörđunar Rómarkirkjunnar ađ haldiđ skyldi upp á fćđingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöđuhátíđum, á stysta og lengsta degi ársins á norđurhveli jarđar. Samkvćmt Nýja testamentinu fćddist Jóhannes um ţađ bil sex mánuđum á undan Jesú.

Ađ Jesús sé fćddur í svartasta skammdeginu ţegar sólarganginn tekur ađ lengja, er auđvitađ ţrungiđ merkingu og táknar ţá von sem Jesús fćrir mannkyninu samkvćmt kristinni guđfrćđi. Ţví passađi ţađ fullkomlega ađ fćđing Jóhannesar skyldi tímasett ţegar sólargangur vćri sem lengstur.

Ţegar júlíanska tímatalinu var komiđ á í Rómaveldi á 1. öld f. Kr., héldu Rómverjar upp á 24. júní sem lengsta dag ársins. Ţađ tímatal lá til grundvallar ákvörđun Rómarkirkjunnar nokkrum öldum síđar ađ messudag Jóhannesar skírara bćri upp á ţann dag. Menn gerđu sér ţá ekki grein fyrir ţví ađ sumarsólhvörf höfđu fćrst fram um ţrjá daga miđađ viđ stjarnfrćđilegar sólstöđur. Jónsmessu ber ţví ekki upp á lengsta dag ársins fremur en jólin á stysta dag ársins.

Heimild; Saga daganna eftir Árni Björnsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband