23.6.2007 | 11:43
Eitt mesta björgunnarafrek allra tíma
Ákveðið var að síga niður á Flaugarnefið sem rís úr sjónum og nær um miðja leið upp bergið, 80 metra hátt. Þetta var um miðjan vetur svo bjargið var allt ísað og sigið því stórhættulegt. Af 12 björgunarmönnum sem fóru niður á Flaugarnef sigu svo 4 menn alla leið niður í fjöru þar sem þeir þurftu að ganga meira en kílómetra með þungan björgunarbúnaðinn yfir ísað og flughált stórgrýtið þangað til komið var á strandstað. Tók þetta allan morguninn. Þeir sem sigu niður voru Þórður Jónsson og Hafliði Halldórsson á Látrum, Andrés Karlsson sem oft var kenndur við Kollsvík og Bjarni Sigurbjörnsson.
Strandstaðurinn var í um 70 metra fjarlægð frá ströndinni. Þórður Jónsson bóndi á Látrum skaut línu til skipsins sem skipbrotsmenn drógu til sín. Þeir voru síðan dregnir í land á björgunarstóli sem festur var við línuna. Langur tími fór í að draga skipverjanna að landi og gangan til baka að Flaugarnefi tók um klukkustund. Um fjögurleytið voru 7 af 12 skipverjum komnir upp, en hinir þurftu vegna þess að sjór var farinn að falla að þurftu hinir að búa um sig í fjörunni, í skjóli við stórgrýti og bíða næsta dags.
Það tók allan næsta dag að hífa mennina upp bjargið. Þegar því var lokið var komið myrkur, sunnan stormur og rigning. Þarna mátti ekki á tæpara standa. Skipbrotsmenn voru aðframkomnir og var brugðið á það ráð að gista um nóttina í tjöldum á bjargbrúninni áður en haldið var heim að bæ. Víst er að menn hafa verið fegnir að komast í hús þann 15. desember.
Nær allir íbúar Hvallátra tóku þátt í þessu frækilega björgunarafreki og einnig fólk alla leið frá Patreksfirði. Á meðan karlmennirnir sigu í bjargið sá kvenfólkið og unglingarnir um að koma vistum, tjöldum, fatnaði og búnaði á milli bjargs og bæjar. Gerð hefur verið kvikmynd um atburðinn, gerði Óskar Gíslason hana. Slysavarnarfélag Íslands stóð fyrir þeirri framkvæmd. Meðal myndefnis í þeirri mynd eru einstæðar myndir frá öðru björgunarafreki undir við Örlygshöfn í Patreksfirði, þegar togarinn Sargon strandaði þar.
60 ár liðin frá strandi Dhoon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 764115
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.