25.6.2007 | 14:00
Upphaf rækjuveiða á Íslandi
Það þarf ekki að koma á óvart að þeir tveir menn sem öðrum fremur teljast frumkvöðlar rækjuveiða og rækjuiðnaðar á Ísafirði, skyldu vera af erlendum uppruna, framsýnir menn með önnur viðhorf en landinn.
Þetta voru Norðmennirnir Ole Gabrielsen Syre og Símon Olsen frá eynni Karmöy sem er rétt sunnan við Haugasund í Noregi.
Sá fyrrnefndi var búsettur á Íslandi frá árinu 1909, lengst af á Ísafirði. Hann var einn af upphafsmönnum síldarsöltunar þar og rak síldarútveg og lifrarbræðslu um árabil. Syre var opinn fyrir öllum nýjungum í sjávarútvegi og reyndi fyrir sér við margt.
Um miðjan þriðja áratuginn stundaði hann reknetaveiðar í Ísafjarðardjúpi og var því þaulkunnugur fiskigöngum og öllum aðstæðum við Djúp. Hann hefur án nokkurs efa veitt rækjunni í Djúpinu athygli og gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem fólgnir voru í rækjuveiðum enda gjörþekkti hann slíkar veiðar frá heimabyggð sinni.
Árið 1924 keypti Ole Syre 56 brúttólesta vélbát í Noregi sem hann gaf nafnið Hrönn og var skráður á Ísafirði frá 23. júlí 1924. Nokkrum dögum seinna, eða þann 27. júlí, segir í Skutli: O.G. Syre hefur fengið laglegan bát frá Noregi, c. 60 tons; skal hann hefja síldveiðar.
Með þessum báti kom Símon Olsen ásamt Harald Hauge sem var mágur Syre en móðir hans var föðursystir Símonar. Höfðu þeir frændur með sér rækjunót frá Noregi og er talið fullvíst að þá um sumarið hafi þeir félagar Syre og Olsen, ásamt Harald Hauge, gert tilraun til að veiða rækju í Ísafjarðardjúpi. Reyndu þeir rækjuvörpuna tvisvar og fengu dágóðan afla.
Heimild: Fræðsluhorn bb.is
Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 6
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 764105
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta yfirlit, Níels. Mér verður hugsað til margra þeirra frumkvöðla í rækjunni fyrir vestan í seinni tíð, sem hafa gjarnan lagt allt undir, tíma, vinnu, peninga, orku og persónu sína í það að rækjuvinnslan á staðnum gangi upp, en það hefur yfirleitt verið við ramman reip að draga. Veðja þarf jafnan á betri tíð vinnslunnar langt fram í tímann, en hún hefur sjaldnast komið og þá mjög stutt, þrátt fyrir ótrúlega fjárfestingu, framfarir og útsjónarsama framkvæmdamenn. Síðustu átta árin hafa verið afleit í greininni.
Verst þykir mér þegar fólk álasar eigendunum fyrir það að loka þurfti vinnslunni. Í 23 ár hef ég séð það náið, að giska þurfti á hvern einasta þátt sem máli skipti langt fram í tímann, aðallega hráefnisverð og framboð þess, söluverð og gengi. Því lengur sem einhver er í þessu, því betur sér hann að það er engin leið að vita það mánuði fram í tímann.
Þeir einu sem högnuðust voru þeir sem náðu að kaupa kvóta og selja hann eða skipta honum á réttum tíma.
Ívar Pálsson, 25.6.2007 kl. 17:43
Takk fyrir þetta. Sorgarsaga allt í kringum rækjuiðnaðinn.
Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.