25.6.2007 | 20:29
Morus bassanus
Súlan er sjófugl sem verpir hér við land á örfáum stöðum undan suður-, austur-og norðausturlandi. Kunnasti varpstaðurinn hér við land er eflaust Eldey sem liggur suður af Reykjanesi. Íslenskir fuglafræðingar hafa fylgst vel með stærð súlustofnsins hér við land og telur hann nú um 25.000 pör.
Stærstur hluti íslenska súlustofnsins verpir í Eldey en hún er að öllum líkindum ein stærsta súlubyggð í heimi. Sökum sérstæðs fuglalífs hefur Eldey verið friðuð síðan 1940 en áður var farið árlega út í eyna til eggjatöku.
(Eldey var klifin í fyrsta skipti 1894 og var þar að verki Eldeyjar-Hjalti (Hjalti Jónsson) og tveir aðrir Vestmannaeyingar. Var þetta talin hættuför hin mesta)
Súlan er stór fugl, tæplega metri á lengd og vegur á bilinu 2 til 3 kíló. Vænghaf súlunnar er allt að 180 sentímetrar. Af þessu má ráða að súlan er stærsti sjófuglinn hér við land.
Helsta fæða súlunnar er fiskur. Veiðitækni súlunnar er sérstaklega tilkomumikil og kallast aðfarirnar súlukast. Súlan veiðir á þann hátt að hún stingur sér úr mikilli hæð ofan í sjóinn um leið og hún leggur vængina að síðunni. Hún stingur sér 3 til 6 metra ofan í sjóinn og grípur þar þann fisk sem hún hafði séð úr lofti áður.
Varptími súlunnar er í apríl og maí. Hver kvenfugl verpir aðeins einu eggi í hreiðurhraukinn sem fuglinn býr til úr þara og þangi. Unginn verður yfirleitt fleygur upp úr miðjum ágúst og í september. Ungfuglar á fyrsta ári eru grábrúnir að lit með hvítum doppum á baki. Súlan fær fullorðinsham og verður kynþroska á fimmta ári.
Á haustin yfirgefur stærstur hluti stofnsins Íslandsstrendur og flýgur suður að ströndum Evrópu en lítill hluti súlustofnsins dvelur vetrarlangt á miðunum djúpt suður af landinu. Erlendis eru stórar varpstöðvar í Kanada nánar tiltekið við St. Lawrence flóa, víða á Labrador og á Nýfundnalandi. Á eynni St. Kilda á Bretlandseyjum er stærsta súlubyggð í heimi en þar verpa meira en 50.000 pör.
Hafsúlan komin í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Súlan Nilli, er án nokkurs vafa sá fugl sem ég sakna mest eftir að vera kominn í land. Það er enginn fugl sem toppar hana og ég verð ekki svo gamall að ég gleymi tign súlunnar þegar við vorum að poka og hún var að stinga sér eftir því sem smaug út. Súlan er einfaldlega meistaraverk í náttúrunni..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 21:37
Hún er algjör snild. Áhöfnin á Bjarma BA, færði mér í afmælisgjöf uppstoppaða súlu fyrir nokkrum árum og mættu þeir með hana heim að Skógum. Þeir buðust til að hengja hana upp sjálfir og spurðu hvar ég vildi hafa hana.
Ég bað þá endilega að setja hana upp í loft á stofuni á tilteknum stað. Þar hefur hún hangið síðan og sómir sér vel.
En það spratt út frá þessu fyndin saga. Um svipað leiti var umræðan um súlustaðina í Reykjavík í algleymingi og ekki óalgengt að súlustelpurnar væru sendar út á land, þar á meðal var ekki óalgengt að þær kæmu hingað í okkar litla sjávarþorp karlpeningnum til mikils yndis en konunum til armæðu.
Fljótlega eftir að súlan mín var komin á sinn stað þá fréttist það sunnan af landi að húsbóndinn að Skógum hefði fengið að gjöf glansandi fína súlu frá áhöfninni í tilefni af afmælisdeginum.
Vélstjórar skipsins hefðu síðan verið fengnir til að koma gripnum hagalega fyrir í stofunni hjá kauða og stæði nú yfir í hverri landlegu brjálað stripp sjó hjá kapteininum og áhöfninni.
Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 22:50
Ég hef bara séð myndir af súlunni í bókum og á netinu en ég er samt svo hrifin af þessum fulgi, gerði helling af teikningum og meir að segja málverk af þessum fugli ásamt reyndar öðrum tegundum líka. Ótrúlega fallegur fugl.
Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 22:56
Ragga. Veistu að horfa á súlu stinga sér jafnast á við að sjá englaskara stíga niður úr háloftunum með hörpuslætti og söng. Þetta er eins og guðleg athöfn. Maður missir frá sér öll skilningarvit og stendur bara höggdofinn og gapir af undrun.
Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 23:25
Ég skal algjörlega trúa þér Níels!
Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:29
Þær koma stundum mörg hundruð og stinga sér allar í einu þegar við erum að þurka upp belginn á síðunni. Það er rosaleg upplifun !
Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 23:40
Ég þarf þá að gera mér ferð út úr firðinum til að upplifa þetta.
Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:45
Það er ég hræddur um.
Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 23:47
*fliss*
Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:50
Það þíðir ekkert að flissa af því mín kæra. Nú er bara að girða brækurnar og í stakkinn og klofstígvélinn. Halda svó til hafnar og höggva mann og annan.
Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 23:54
Æj, má ég ekki bara flissa eins og smástelpa, það er svona smá dömulegra en að höggva mann og annan.
Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:55
Ok, þá.
Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 23:57
...Greinilegt að þú verður að "stýra" málum þarna Nilli og taka að þér að stjórna "traffikinni", annars verður einhver fyrir eggvopni....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.6.2007 kl. 00:12
En án gríns þá ertu búinn að gefa mér afsökun til þess að sækja heim vinkonu í Reykjanesbæ, ég mæti þá til hennar og aðeins lengra til að kíkja á súlurnar. Hún vill hinsvegar koma til mín að kíkja á ketti. Þetta er bara win win situation sko!
Ragga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:24
Vini mínum og sálufélaga í "Gerplu" Þorgeiri Hávarsyni rataðist réttu orðin á munn þegar hann mælti svo spakmannlega "Eigi skal velja frið ef ófriður er í boði"
Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 00:27
Já Ragga það er bara gott.
Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 00:32
Er súludans þá bara fugladansinn eftir allt saman?
Brynja Hjaltadóttir, 26.6.2007 kl. 01:51
Já. Það lítur út fyrir það !
Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 02:25
Við súluna sér dillar dátt
dömu vænkast hagur
held að bregði, er burtu brátt
brunar fuglinn fagur
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2007 kl. 10:01
Það er afar hættulegt fyrir mig þegar kveikt er á þessum kránkleika mínum... því þá verð ég óstöðvandi og hugsa eingöngu í bundnu máli
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2007 kl. 10:03
Alla.
Það er greinilegt, svo kveikirðu elda í brjóstum fagura meyja og geðríkra karla vítt og breitt um landið.
Elda sem ekki fást slöktir að mér virðist. En mikið svakalega ertu góð að semja. íha
Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 10:45
Georg Eiður Arnarson, 26.6.2007 kl. 11:30
Georg. Er eitthvað æti fyrir súluna við Eyjar ?
Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.