Leita í fréttum mbl.is

Út við lunningu lífsins

Út við lunningu lífsins                                         

stendur maður

og hífir í blökk hinna brostnuvona

en í hálýstum sölum hótel borgar

hokra flottræflar framtíðarinnar

og drekka vísitölu drykki

og bíta með gulltönnum í heimskringluna

á meðan hólminn sekkur í skuldafen ríkisbubba og bílífisseggja

þrælar kúgaður verkalíður fyrir salti í grautinn og tilveru sem er ekki  til.

en launin eru

lamaðir leggir og brotið bak

og loforð um bættan ellistyrk

en ekkert gengur nema aftur á bak

því samstaðan er ekki virk.

Höfundur: Setfán Þór (Lollinn).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband