Leita í fréttum mbl.is

Bjarmi Níelsson

bjarmi níelsson og fjölskylda 013

Hér er fóstursonur minn hann Bjarmi Níelsson. Bjarmi er af kyni Newfondland hunda fæddur á Englandi árið 2000. Hann fluttist til Íslands 4. mánaða gamall og dvaldist í 6. vikur í Hrísey í einángrunarbúðum fyrir ferfætlinga og fiðurfé áður en hann fékk að fara til fjölskyldu sinnar að Skógum.

Bjarmi býr á Tálknafirði ásamt eiginkonu sinni, Venusi sem er af sama kyni ásamt fjórum börnum þeirra þeim, Tálkna, Mai, Penilópu og Sætu. Bjarmi er mikill sjóhundur og elskar að synda og busla í sjó, ám og vötnum. Komið hefur fyrir að kappinn syndir svo langt til hafs að hann sést ekki frá landi langtímum saman föður sínum til mikillar hrellingar, en ætíð hefur hann skilað sér til strandar þó seint komi.

Voff voff..............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha hann er nú svolítið krimmalegur þarna bak við rimlana. En hann er samt voðalega sætur.

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hann er algjör prakkari og elskar að taka húfur af fólki. Þeir yrðu góðir saman að leika sér Fæddur þinn og Bjarmi.

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 21:03

3 identicon

Án efa, þeir hittast kannski einhverntíma.

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, hver veit nema ég komi með hann Bjarma minn í heimsókn til Fædds fljótlega. Þeir yrðu voða glaðir !

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 21:36

5 identicon

Eins lengi og Bjarmi borði ekki Fæddan, svona fyrst að hann er hrifinn af húfum og svona.

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 21:51

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hann er voða ljúfur eins og pabbi sinn þessi elska.

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 21:55

7 identicon

Nú jæja þá er hann velkominn í heimsókn hvenær sem honum þóknast.

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 22:06

8 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Mér líst ekki alveg á hann, þyrfti að sjá hann án rimla....

Aðalheiður Ámundadóttir, 29.6.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Valla

Fallegur er hann, en ég ætlaði að senda þér mynd af mínum hundi, en ég kann það ekki.

Hann er nú heldur minni en þinn tæplega 2 kíló, Heitir Númi og er Chuhuahua

Valla, 29.6.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Valla. Takk fyrir það. Bjarmi Níelsson er 85 kíló og eiginkonan hún Venus, 110 kíló.

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 23:02

11 Smámynd: Valla

 ja hér.

Valla, 29.6.2007 kl. 23:12

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þeir eru hálfgerðir skógarbjarnar húnar. Sami feldur, ull og þel. Enda kjörhitinn þeirra -15°. Þyrfti helst að hafa frystigám fyrir þá.

Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 23:38

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Stórglæsilegur hundur. Skil ég það rétt að þú eigir alla þessa fjölskyldu? Sæmilegasti matarreikningur þá hjá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:40

14 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, Jóna. Þeir borða c.a, 800 grömm á dag af þurrfóðri "Kappa" frá Fóðurblöndunni hf, auk þess drekka þeir óhemju mikið vatn.

Níels A. Ársælsson., 30.6.2007 kl. 11:08

15 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

woff..

Brynja Hjaltadóttir, 1.7.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband