Leita í fréttum mbl.is

Villta sauðféð í Tálknanum

fjöruferð 008

Hér eru synir mínir Styrmir og Guðmundur með fjallið Tálkna í baksýn baðað í kvöldsólinni. Við skruppum í fjöruferð út að Sellátrum í Tálknafirði undir miðnættið í gær. Fjallið Tálkni dregur nafn sitt af landnámsmanninum norska "Þorbirni tálkna" en han nam Patreksfjörð hálfan og Tálknafjörð allan ásamt bróður sínum "Þorbirni skúma" en þeir voru synir "Böðvars blöðruskalla".

Í klettótum fjallshlíðum Tálkna gengur sauðfé villt allt árið og hefur gert í marga áratugi. Fer tvennum sögum af fjölda þeirra kinda sem þar lifa en flestir eru á því að þær skipti tugum en sumir halda því fram að þær séu á annað hundrað.

Ýmsir sjálfskipaðir postular varna gegn riðuveiki hafa lagst í hernað gegn þessu einstaka sauðfé og reynt allt hvað af tekur til að útrýma því með öllum tiltækum ráðum, en ætíð þurft að láta í minni pokann. Frægasta atlagan sem gerð var að fénu var þegar sýslumaðurinn á Patreksfirði fékk til liðs við sig þyrlu Landhelgisgæslunar ásamt Víkingasveitinni vestur.

Upphófst þá gríðarleg skothríð frá Víkingasveitinni út um dyr þyrnunnar sem flaug fram og aftur um hlíðar fjallsins. Sögur herma að ekki ein einasta kind hafi orðið fyrir skoti og flúðu sérsveitarmenn með skottið á milli lappanna suður í 101 Reykjavík.

Sauðféð í Tálkna lifir góðu lífi og fjölgar sér jafnt og þétt þrátt fyrir harðar atlögur að því annað veifið. Mun þetta vera einsdæmi í öllum heiminum um viltar sauðkindur. Ég legg til að stofn þessi verði alfriðaður sem allra fyrst landi og þjóð til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tálkni, þetta er alveg stórkostlega flott nafn.

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, takk fyrir það. En hvað finnst þér um villta sauðféð ?

Níels A. Ársælsson., 1.7.2007 kl. 20:33

3 identicon

Ég tapaði mér í nafninu en mér líst stórvel á villta sauðféð!

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 20:46

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Skil það vel. "Skúma" er kanski ekki eins fallegt ?

Níels A. Ársælsson., 1.7.2007 kl. 20:58

5 identicon

Reyndar hljómar það ansi vel í mínum eyrum.

Ég er haldin orða dýrkun, verst að ég er ekki skáld. 

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég held þú sért skáld gott og mikil listakona ertu.

Níels A. Ársælsson., 1.7.2007 kl. 21:19

7 identicon

Þú skjallar mig. Nei, ég efa það stórlega að ég hafi það sem til þarf að skálda... ef ég myndi reyna þá myndi enginn skilja mig, pottþétt. Ég ætla að halda mig við það að vera óskiljanleg í myndlist, lauma þar að einu og einu orði sem ég er skotin í ;)

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:31

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Glæsilega konu er erfitt að skjalla of mikið, bara of lítið.

Níels A. Ársælsson., 1.7.2007 kl. 21:54

9 identicon

Þú ert rosalegur!

Ragga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:28

10 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú ?

Níels A. Ársælsson., 1.7.2007 kl. 22:47

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún hefur lengi heillað mig vitneskjan um villiféð í Tálknanum. Þetta er svolítið dramatískt. Auðvitað er það alger firra að ímynda sér einhverja sjúkdómavá þessu samfara. Hefði sú hætta verið fyrir hendi einhverntíman væri þessi stofn fyrir löngu búinn að yfirstíga það allt og mynda ónæmi með náttúruúrvali.

Og hvað riðuna áhrærir þá veit enginn með vissu hvernig hún smitast og sjálfur trúi ég því að hún sé ekki bráðsmitandi. Mín skoðun er sú að alltof mikill bægsalagangur sé gerður út af riðunni.

Fyrir mörgum áratugum var mikill herleiðangur settur af stað til að fella svarta útigangsrollu sem var í eigu Hlínar í Herdísarvík. Surtla var stygg og stakk vígamennina af hvern af öðrum. Loks tókst þó einum að fella Surtlu og verða "þjóðhetja." Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum orti um Surtlu fallegt erfiljóð og er síðasta erindið svona:

Morðið arma upp til fjalla

eykur harmana.

Surtla jarmar upp á alla

ólánsgarmana.

Kristján heitinn Mikkaelsson blikksmiður frá Fremri-Breiðadal var fenginn með skosku smalahundana sína í leiðangurinn fræga í Tálknann. Hann var þá búsettur í Flekkudal í Kjós. Þetta voru frægir verðlaunahundar í smölun. Hann sagði mér að hundarnir hefðu ekki komið að neinu gagni. Hrútarnir hefðu beinlínis ráðist á þá og hundarnir flúið. Kristján var óvenjulegur vaskleikamaður og íþróttamaður í fremstu röð á yngri árum. Hann sagði styggð og áræði þessa fjár með ólíkindum og taldi með öllu útilokað að eyða því. þarna hefði það lagast svo að aðstæðum að greinilegt náttúruúrval væri byrjað. Til dæmis hefðu fætur- og þó einkum framfætur verið svo sverir að slíkt hefði hann aldrei séð. Kristján var þó vel kunnugur fé, hafði sjálfur alist upp í sveit og bjó auk þess fjárbúi með konu sinni í Flekkudal þegar hann varð bráðkvaddur fyrir 2 eða 3 árum.

Árni Gunnarsson, 1.7.2007 kl. 23:54

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, Árni. Það er ótrúlegt að menn skulu enn vilja útrýma þessu fé.

Níels A. Ársælsson., 2.7.2007 kl. 02:48

13 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll Níels. 

Gekk fyrir Tálknann frá Patreksfirði og inn að Lambeyri sennilega 2000.  Það voru all svakalegar skepnur þarna - hrútar sem ekki sáu framfyrir sig fyrir hornum og ær í reyfum þannig að minnti á eitthvað annað en sauðfé.  Held að við höfum séð um 30 stk í heild.  Það er tæplega riða í fé sem lifir villt í þessu umhverfi.  Ég var genginn upp að hnjám enda flóð við ófæru Tálknafjarðarmegin um kvöldið. 

ps.

Það var all nokkuð fellt þegar Varnaliðsþyrlurnar fóru þarna með skyttur sínar en menn voru ekki sammála um að árangur hefði verið skv. umfangi. 

Annars fallegar myndir frá þér að vestan.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.7.2007 kl. 15:25

14 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Bragi og takk fyrir skemmtilega frásögn og falleg orð.

Níels A. Ársælsson., 3.7.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband