Leita í fréttum mbl.is

Búrhvalur

burhvalur_060203Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis.

Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830.

Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7.

Var þá beitt nútímaaðferðum með stórvirkum hvalveiðiskipum. Þegar tölur eru skoðaðar yfir fjölda veiddra dýra, er ljóst að margfalt meiri afköst voru á seinna tímabilinu og náðu veiðarnar vel yfir 20 þúsund dýr á ári, í nokkur ár.

 


mbl.is Búrhvalshræ dregið út í skerjagarð á fjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta e einn sorglegur hluti hvalveiðibannsins.  Fyrir daga hvalveiðibannsins þótti það stórviðburður ef það varð svokallaður "hvalreki", en hvalrekar eru algengir eftir að hvalveiðibannið tók gildi.  Flestir, sem vilja sjá hlutina í einhverju samhengi, vilja meina að hvalurinn drepist meira og minna af ætisskorti, en eitthvað er um "náttúruleg" afföll (eins og það heitir á fræðimáli).

Jóhann Elíasson, 2.7.2007 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband