7.8.2007 | 19:45
Samantekin ráð um blekkingar
Íslenzk þjóð hefur aldrei orðið vitni að öðrum eins blekkingum að hálfu opinberra aðila. Landráð væri líklega rétta orðið yfir þessa skömm.
Nánast allir fiskistofnar við Ísland ofnýttir og margir í útrýmingarhættu eftir 25 ára stjórnun fiskveiða með kvótakerfinu.
Sjávarbyggðir landsins rjúkandi rústir á sama tíma og opinberir embættismenn voga sér að gefa út vottun á lygum fyrir hönd þjóðar sinnar.
Réttast væri að setja þessa pörupilta í gapastokk ásamt fíflinu Ingjalds og hafa til sýnis á Austurvelli þeim til refsingar og öðrum álíka til viðvörunnar.
Umhverfislýsing fyrir íslenskar fiskveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi yfirlýsing er eitt almesta kjaftæði, sem ég hef séð, ekki er hægt að segja að hún sé fyndin eða grátleg, hún er hlægileg. Ekki eru fiskveiðar hér við land og rannsóknir ábyrgar. Ég get ekki fundið neitt sem getur talist jákvætt varðandi það að fiskveiðistjórnun eða rannsóknir, svo eigum við að líta á þetta sem enn eina vitleysuna sem kemur frá sjávarútvegsráðherra?
Jóhann Elíasson, 7.8.2007 kl. 20:20
Jóhann. Þetta er nú meiri vitleysan. Ætlar þetta engan enda að taka? Hver borgar þessum mönnum fyrir þetta bull, Mái og LÍÚ, eða eru það bankarnir sem gera það ?
Níels A. Ársælsson., 7.8.2007 kl. 20:27
Á meðan LÍÚ fær að ráða óheft yfir fiskveiðiauðlindum okkar, hefur HAFRÓ og sjávarútvegsráðherra í vasanum tekur þetta ekki enda. Ég væri sko alveg til í að flytja með þér til Kúbu ef þú værir á leið þangað. Kannski gætum við keypt okkur bát og fiskað í friði fyrir LÍÚ?
Jóhann Elíasson, 7.8.2007 kl. 22:38
Já Jóhann, það edr alveg á hreinu að okkur verður fagnað af Kastró og hans mönnum. Flóttamenn frá íslandi til Kúpu en ekki flótta menn frá Kúpu til USA.
Við fengjum sérstakan heiðurssess í ríkistjórn landsins.
Svo væri nú ekki galið að láta skipið heita "Che Guevara"
Níels A. Ársælsson., 7.8.2007 kl. 23:09
Þessir garmar starfa í umboði okkar vel upplýstu þjóðar.
Var að horfa í gærkvöld á stórmerkilega mynd í sjónvarpinu. Þar vakti athygli mína hin afdráttarlausa ályktun um trollið og afleiðingar þess. Þetta veiðarfæri andskotans tortímir árlega lífríki botnsins á svæði sem nemur tvöföldu flatarmáli Bandaríkjanna!
Það samrýmist ekki hafsmunum LÍÚ að hafa horn í síðu þessa þýðingarmikla veiðarfæris skammtímahagsmuna.
Af hverju geta stjórnmálamenn okkar aldrei látið þessa þjóð og auðlindir hennar í friði?
Árni Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 23:31
Þetta kvótakerfi snýst ekki lengur um fiskveiðar, heldur um peninga og að þeir sem eiga peningana græði meira.
Georg Eiður Arnarson, 8.8.2007 kl. 00:01
Ekki vantar þessum fuglum hugmyndaflug í blekkingarleiknum. Það er vonandi ekki nokkur svo hrikalega heilaskemmdur að trúa þessari þvælu.
kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 01:13
Einhverra hluta vegna "gleyptu" fjölmiðlar við þessari þvælu.
Jóhann Elíasson, 8.8.2007 kl. 10:38
Hvernig væri nú fyrir þig Sigurgeir að upplýsa okkur aðeins um hvað það er í rauninni sem þú sérð svona frábært við þetta fiskveiðikerfi sem við erum að nota. Það er svo sem hægt að sjá það á vef
Fiskistofu hvað það er sem þér líkar best við. Og að þessum orðum mæltum, væri gaman að heyra það frá þér hvernig þú réttlætir það fyrir mönnum sem hafa þetta að aðal atvinnu að stunda sjómennsku og útgerð, hvers vegna þú átt skilið að fá úthlutaðan byggðarkvóta?
Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 13:09
Nú verður einhver "kindarlegur" trúi ég, hann á náttúrulega einhvern að kallinn....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2007 kl. 13:51
Það er engu líkara en ég sé að tala við draug eftir að Nilli henti Sigurgeir í ruslið.
Hallgrímur Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 01:42
Engar áhyggjur Hallgrímur. Þú varst að tala við draug.
Níels A. Ársælsson., 9.8.2007 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.