Leita í fréttum mbl.is

Tvö sjávarþorp á Vestfjörðum

Mikið held ég að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson séu stolltir af verkum sínum þegar þeir lesa meðfylgjandi frétt og líta yfir farinn veg.

Fjögur hundruð manns í valinn á einum degi.

Þetta samsvarar því að allir íbúar Tálknafjarðar og Bíldudals til samans væru dreppnir á einum degi.

Takk fyrir mig og mína.

En því er að vísu ekki að leyna að sú hugsun leitar á mig að kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar og Kristjáns Ragnarsonar fyrrum formanns LÍÚ hefur leitt svipaðar hörmungar yfir byggðirnar hér vestra.

Ísland þúsund ár !

Að auki legg ég til að Samherja hf, verði eytt !


mbl.is Ríflega 400 létust í árásunum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Þetta mál alger skandall. Ég held að þeir hafi verið í "stóru-kallaleik" og langað svo "obboslega" að vera með - en asni er þetta dýrkeyptur hégómi!

Valgerður Halldórsdóttir, 16.8.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, það varla að efa að Halldór og Davíð vakna stoltir á hverjum morgni og hlusta makráðir á nyjustu tölur af mannfalli í Írak í útvarpinu, án þess að fá svo mikið sem vott af iðrarkvefi af allri þeirri talnarunu.  

Jóhannes Ragnarsson, 16.8.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ertu ekkert hræddur um að Samherji hf fari í meiðyrðamál við þig?

Brynja Hjaltadóttir, 16.8.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nei Brynja mín. Ef þeir myndu reyna það þá færu stjórnendur þess félags allir í gálgann eða eitthvað enn verra. Kanski bara í rafmagnsstólinn ?

Níels A. Ársælsson., 16.8.2007 kl. 23:29

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Hvað-ef leikir í mannkynnssögunni hafa lítinn tilgang, þar sem enginn veit t.d. hvað hefði ella gerst í Írak á sl 4 árum. En ljóst er að samþykkisskortur okkar hefði engu breytt, enda ákvað Bush þetta sjálfur fyrir hönd BNA, með alla þeirra vopnaframleiðslu- og olíuhagsmuni. Í ljósi sögunnar ver ég ekki þessa ákvörðun ríksistjórnarinnar frekar en hver annar, en þegar svona ákvörðun er tekin þá grunar mig að helst hafi verið hugsað til atvinnusvæðisins Suðurnesja, sem Bush sveik hvort eð er skömmu síðar. En Davíð og Halldór bera ekki ábyrgð á drápunum þarna frekar en við, eða því að 26.000 börn dóu úr vannæringu sl. sólarhring. Af hverju komum ekki í veg fyrir það? Af því að við gátum það ekki.

Ívar Pálsson, 17.8.2007 kl. 11:49

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég vil benda Ívari Pálssyni á, að Davíð og Halldór skrifuðu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar undir stuðningsyfirlýsingu við árás Bush og félaga á Írak og gerðu okkur þar með í raun samsek viðbjóðnum.

Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2007 kl. 17:19

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóhannes þú leggur vægast sagt undarlegan skilning í það að Íslensk stjórnvöld lofa að aðstoða við uppbyggingu í landi sem BNA ákváðu að ráðast á, ert þú þá á móti því sem NATO gerði í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og ert þú á móti því að eitthvað sé gert í Darfur héraði eða finnst þér að heimsbyggðin eigi ekki að skipta sér af neinu.

Magnús Jónsson, 17.8.2007 kl. 23:11

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Níels las söguna um áa þinn Bjarna Þórlaugarson honum hefur ekki verið fisjað saman kappanum þeim, ég gef meira fyrir lýsingu af afreki hans en gorti Egils Skalla, þar sem Bjarni þessi hefur verið raunverulegt heljarmenni, sér í lagi þar sem nær ekkert er haft eftir honum sjálfum heldur af samferðamönnum hans, og er vitnisburður þeirra allur á einn veg.

þakka þér aftur fyrir ábendinguna um lesninguna.kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 17.8.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það þarf ekki um það að deila að íslenska þjóðin var gerð að stuðningsaðila fyrir innrásina í Írak og Halldór og Davíð bera ábyrgð á þeirri vitleysu og geta aeint þvegið hendur sínar að þeim gerðum.

Jakob Falur Kristinsson, 18.8.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband