28.9.2007 | 08:32
LÍÚ og Verðlagstofa verði leyst upp
Þær mótvægisaðgerðir sem mundu strax skila beztum árangri fiskverkafólki og sjómönnum til mikilla hagsbóta eru að mínu mati að leysa samtök LÍÚ og Verðlagsstofu upp og leggja starfsemina af !
Þetta yrðu áhrifin:
1. Allur fiskur færi á markað.
2. Tekjur sjómanna mundu aukast um 40-70%.
3. Tekjur sveita og hafnarsjóða sjávarbyggða mundu aukast í réttu hlutfalli við tekjur sjómanna.
4. Verðmyndun á aflaheimildum mundi fylgja afkomu útgerða og sjómanna.
5. Öll viðskipti með aflaheimildir færu inn í Kauphöll og allt samráð leggðist af í verðmyndun.
6. Óþokkarnir sem hnept hafa þúsundir sjómanna í þrælahald og ánauð árum saman mundu hverfa af vetvangi Íslenzkrar útgerðar þar sem kvóta og leigubrask legðist af.
7. Nægt framboð yrði á fiskmörkuðum landsins og aðgangur smærri fiskvinnslufyrirtækja að hráefni væri tryggður. Þetta kæmi sjávarbyggðunum og íbúum þeirra einstaklega vel þar sem keppt yrði um hráefnið á jafnræðisgrundvelli.
Telur að 500-600 störf geti glatast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 763812
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1. Allur fiskur færi á markað.
Og allir starfsmenn í landverkun verður sagt upp samdægurs. enginn fiskverkandi mun hafa fastráðna starfsmenn þegar hann getur ekki verið viss um að fá fisk á morgun.
Vel meint hugmynd en hún mun ekki virka.
Fannar frá Rifi, 28.9.2007 kl. 12:04
Fannar ! Ég á erfitt með að trúa því að þú hafir ekki ígrundað þetta betur.
Veistu að í Danmörku er vinnslum bannað að eiga aðild í útgerð. Þar fer allur fiskur lögskipað beint á markað sem er undir eftirliti hins opuinbera.
Laun sjómanna eru reiknuð út af fiskmörkuðunum og þeir greiða síðan út launinn til þeirra eftir ákveðnu kerfi.
Ég veit ekki betur en Danskar fiskvinnslur séu að borga margfallt þorskverð á við Verðlagsstofuverðið Íslenzka.
Kynntu þér málið !
Níels A. Ársælsson., 28.9.2007 kl. 20:07
Hann Fannar veit miklu betur en þetta, hann er enginn kjáni drengurinn.
Þeir Dönsku eru nú kannski ekki að borga magfalt verð en helvíti væru sjómenn íslenskir sáttir með þau bítti trúi ég.
Nú sá ég í fréttum í dag að Samherji ætlar "að bregðast við niðurskurðinum" með því að kaupa hráefni erlendis...???? jafnvel á mörkuðum....???? og þar erum við að tala um menn sem ekkert vilja af mörkuðum vita, nema til að henda þar inn rusli sem er til vanræða..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2007 kl. 22:32
nei það sem ég á við með því að ef allur fiskur fer á markað verður óvissa fyrir landverkendur. Einn daginn getur einhver komið og keypt upp allann fisk á markaðinum.
Ég séð þegar fiskverkandinn lokar því verðið er of hátt á markaði og hann getur keypt fisk nema tapa á því. þá verður verkandinn að velja hvort hann verði að kaupa til að halda samningum við erlenda kaupendur eða senda starfsfólkið heim í frí.
síðan hef ég fullatrú á því að verð á þorski muni hækka á öllum stigum og til allra aðila. þannig að þeir sjómenn sem eftir sitja munu fá hærra verð fyrir fiskinn.
Þó hefði ég viljað frekar sjá lækkandi verð á þorski með afla aukingu heldur en þetta.
Fannar frá Rifi, 29.9.2007 kl. 11:47
Hafsteinn !
Ef fást kr, 300-500 Íkr, fyrir þorsk sl, 2,5-3,5 á markaði í Hanstholm þá er það margfallt Verðlasgstofuverð sem er kannski kr, 140.
Níels A. Ársælsson., 29.9.2007 kl. 17:36
Fannar ! Bylgja ehf, í ólafsvík afsannar þessa kenningu þína.
Níels A. Ársælsson., 30.9.2007 kl. 00:20
Hér í Sandgerði er fyrirtækið Nýfiskur ehf., sem vinnur nokkur þúsund tonn á ári og er með um 80 manns í vinnu og kaupir allan sinn fisk á markaði. Ég hef ekki heyrt um annað en þar sé alltaf stöðug vinna og þetta fyrirtæki var einnig í útgerð hér áður en hætti því, þar sem betra þótti og hagkvæmara að kaupa fiskinn á markaði.
Jakob Falur Kristinsson, 1.10.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.