30.10.2007 | 01:20
Tími Íslenzkrar togaraútgerðar senn á enda
Í marsmánuði árið 1905 kom fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, sem stofnað höfðu Fiskiveiðahlutafélag Faxaflóa árinu áður, til heimahafnar í Hafnarfirði.
Skipið var breskur gufutogari sem hét Coot, þ.e. blesönd, en skipið var smíðað í Glasgow árið 1892 og mældist 141,5 brl.
Útgerðin gekk brösuglega í fyrstu en síðan batnaði afkoman og síðustu árin var ágætis hagnaður af útgerð togarans, en skipið strandaði í desember 1908 við Keilisnes og náðist ekki á flot aftur.
Togarinn Coot var ekki stórt skip, jafnvel á sínum tíma, og var ekki eiginlegur úthafstogari heldur ætlaður til veiða á innsævi og veiddi hann því aðallega í Faxaflóanum.
![]() |
Olíuverð hækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú orðin gömul tugga hjá mér að spá vandræðum togaraútgerðar vegna orkukostnaðar og núna mengunar. Sérstaklega hef ég miklar efasemdir um stórskip til hráefnisöflunar fyrir vinnslu í landi. Þær efasemdir eru gamlar og ná allt aftur til tíma Meitils hér í Höfninni, þar sáust nú mörg skelfileg dæmin sem væri hægt að skrifa bækur um og verður kannski gert.
Útgerð öflugra togara, verksmiðjuskipa, getur átt rétt á sér á fjarlægum miðum þar sem öðru verður ekki við komið og við karfaveiðar t.d. (það þarf nú svo sem ekki að binda um skeinu á karfastofnum hvað líður) en til að skarka upp í kálgörðum og landa á 3-5 daga fresti þurfum við ekki þessi öflugu skip. Eskfirðingar voru til að mynda varla búnir að eyða stófé í að gera til veiða rækjutogara mikinn þegar hann var kominn á sölu, enda aldrei raunhæfur til hráefnisöflunar fyrir vinnsluna.
Þessi vandræði vegna olíunnar á flotan eru nú bara rétt að byrja....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2007 kl. 14:58
Vinsamlegast kíkið á http://ronnirokk.blog.is/blog/ronnirokk/
Jóhannes Ragnarsson, 30.10.2007 kl. 18:36
Þetta er hress strákur Jóhannes, trúi ekki öðru en hann taki þessari áskorun þinni...
...annars .....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2007 kl. 20:20
Mér finnst líklegt að þú verðir sannspár Hafsteinn.
Trúi þínum spám betur en verðbólguspám Glitnis nú á dögunum.
En stóra spurningin er nú auðvitað sú hvort það reynist satt að Angelina Jolie (vona að ég hafi skrifað nafnið rétt) sé barnshafandi?
Árni Gunnarsson, 30.10.2007 kl. 23:57
Þetta verður að upplýsa, strax....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 00:25
Strákar ! En vissuð þið það að Paris Hilton hefur frestað för sinni til Rúanda ?
Þetta er svakalegt !
Níels A. Ársælsson., 31.10.2007 kl. 04:08
Hmmmm....mér var ekki kunnugt um þetta, alltaf lagast það....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.