9.11.2007 | 08:57
Fyrverandi stjórnarformaður mælir með kaupum í Icelandair
Finnur Ingólfsson seldi rúmlega 15% hlut sinn í Icelandair 31. ágúst síðastliðinn. Í dag er gengi bréfa félagsins 30,5% lægra en þegar Finnur seldi og má því leiða líkum að Finnur hafi selt á hárréttum tíma
"Ég sá þetta ekki fyrir þetta hrun þegar ég seldi. Það voru aðrar ástæður sem lágu að baki sölunni á bréfunum mínum," segir Finnur í samtali við Vísi.
Aðspurður segist Finnur ekki hafa í hyggju að kaupa bréf í Icelandair nú þótt hann telji gengi bréfanna langt undir markaðsvirði. "Ég er þó viss um sá sem kemur inn núna í félagið á eftir að græða fullt af peningum," segir Finnur.
Trúir einhver þessum manni ?
Tap Dresdner Bank 52 milljónir evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Misjafn sauður er í mörgu fé. Sumir hafa lag á því að virðast traustsins verðir og aðrir ekki. Margir voru þeir sem hlupu til, eins og "halaklipptir hundar", þegar Jafet Ólafsson ráðlagði mönnum að kaupa í ÍE á genginu 56 rétt áður en ÍE var tekið af "Gráa markaðnum". Fyrirtækið var tekið af "Gráa markaðnum" til að skrá það, bréf fyrirtækisins voru í millitíðinni "fryst" og svo þegar ÍE var sett á markað og viðskipti með þau heimiluð aftur var gengi þeirra 17 og lækkaði sífellt eftir það og í dag held ég að gengið sé komið niður fyrir 3. Þarna voru margir sem töpuðu aleigunni og einhverjir eru ennþá að borga skuldir vegna þessa ævintýris, en Jafet hefur aldrei þurft að svara fyrir eitt né neitt og gengur bara á milli toppstarfa innan fjármálageirans. Hvernig skyldi sálartetrið hjá þessum mönnum vera á litinn?
Jóhann Elíasson, 9.11.2007 kl. 09:59
Þessir prelátar eiga auðvitað að fara á Hraunið !
Níels A. Ársælsson., 9.11.2007 kl. 10:41
Ég hef aldrei trúað þessum manni Níels. Allar götur síðan það átti að senda mig inná gólf hjá honum í stað ráðherra sjávarútvegsmála hér í eina tíð, (Þá rétt nýlega tosaður útúr prjónasofugjaldþroti ef ég man rétt) hef ég haft alveg rosalega slæma tilfinningu fyrir þessum framsóknarprinsi og ekki hefur það lagast með árunum....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 11:34
Það treystir enginn þessum útsmogna hundaklyfbera - ekki einu sinni góðviljaðir framsóknarmenn.
Auðvitað á glæpagengið sem vélaði fjármuni út úr fólki í sambandi við ÍE að fara á Hraunið - ef ekki á réttargeðdeidina á Sogni því þeir sem nörruðu fólk til að leggja peninga í ÍE á sínum tíma hljóta að vera eitthvað forskrúfaðir á sönsum.
Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 12:51
Ég hef verið að lesa þetta frá ykkur strákar. Ég er alveg sammála þér Jóhann Það hefur engin sagt neitt við Jafrt þó svo að það séu fullt af fólki og keypti á genginu 56 og meira. Í dag er þetta fólk búið að missa allt sitt fé. Svo kom Jafet í sjónvarp um daginn og var að reyna að slá ryki í augun á fólki varðandi Bridgeltd en hann sagði einn réttan hlut þegar hann talaði um sjálfan sig og sagði " það er ekkrt að marka Verðbréfa sala" En menn tala alltaf út úr áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins og blanda Framsóknarflokknum inn í öll mál.
Einar Vignir Einarsson, 10.11.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.