Leita í fréttum mbl.is

Kræklingarækt

kræklingurVið staðarval fyrir kræklingarækt er að mörgu að hyggja. Veðurfar, hita- og seltustig sjávar, fæðuframboð (svifþörungar), fjöldi kræklingalirfa, mengun og afræningjar eru allt þættir sem vel þarf að athuga áður en af stað er farið.

Helstu erfiðleikar við kræklingarækt hér við land eru til að mynda óblítt veðurfar, lagnaðarís og æðarfugl sem étur kræklinginn.

Á árinu 1998 voru framleidd um 500 þúsund tonn af kræklingi í heiminum. Afkastamestir í ræktuninni eru Spánverjar, Ítalir, Hollendingar, Frakkar og Kínverjar.

Þegar allar kræklingategundir eru hins vegar teknar með í reikninginn var framleiðslan um 1,4 milljónir tonna þetta sama ár og stóðu Kínverjar fyrir um þriðjungi þeirrar framleiðslu.

Ólíkt flestum öðrum sjávardýrum er mun minna veitt af villtum kræklingi en aflað er með ræktun.


mbl.is Kræklingarækt hafin í Ísafjarðardjúpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband