Leita í fréttum mbl.is

Rítalín getur verið hættulegt efni

ritalinRítalín er aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat. Það örvar miðtaugakerfið og líkist því efnum á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaín.

Ef efnið er tekið gegnum munn eða nef koma fram þekktar aukaverkanir eins og hjartsláttartruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, blóðsykurstruflanir, mikill kvíði eða ótti, ofsóknaræði, ranghugmyndir, ofskynjanir, árásarhneigð, óstjórnleg reiði, kækir og síendurteknar hreyfingar.

Þegar virkni lyfsins fer svo aftur að minnka fylgir því gjarnan þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir.
Þegar rítalín er misnotað getur það verið vanabindandi. Sé það tekið í of stórum skammti eða notað í miklu magni í langan tíma getur það sömuleiðis valdið verulegum eitrunaráhrifum svo sem hármissi, taugaskemmdum og lifrarskemmdum.

Allt of stór skammtur getur valdið meðvitundarleysi, dauðadái og jafnvel dauða.


mbl.is Sprautaði rítalíni í æð og lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband