Leita í fréttum mbl.is

Tundurdufl við Ísland

tundurduflMiklum fjölda tundurdufla var lagt í sjóinn í seinni heimstyrjöld eða 600 til 700 þúsund. Allt að þriðjungur þeirra var lagður kringum Ísland og tundurduflabelti voru þá út af Vestfjörðum, í Faxaflóa, Hvalfirði, Eyjafirði og Seyðisfirði.

Íslenskir sjómenn hafa því frá lokum seinna stríðs oft fengið dufl í veiðarfærin eða séð þau á reki. Fundist hafa hátt í 3000 dufl við Ísland en á seinni árum hafa fimm til sex dufl fundist á ári.

Tundurdufl hafa grandað tugum eða jafnvel hundruðum Íslenzkra sjófarenda við strendur landsins og víðar.


mbl.is Virkt þýskt tundurdufl að landi í Rifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Níels

Þetta er mjög mikið af duflum. Ætli þetta hafi eitthvað verið rannsakað nánar og kortlagt?

Anna Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæl Anna og Þrymur. Ég reikna með að Landhelgisgæslan viti allt um lagnir á tundurduflum í seinni heimstyrjöld og er ekki úr vegi að ætla að Þjóðverjar hafi lagt sitt að mörkum til að upplýsa málið.

Níels A. Ársælsson., 18.11.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband