24.11.2007 | 19:02
Hvarf séra Odds frá Miklabæ
Mynd; olafsson.
Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa,
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
Höfundur; Einar Benediktsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þennan stórkostlega kveðskap er ég búinn að heyra farið með, (með tilþrifum) nokkur þúsund sinnum, eða eitthvað, faður minn fór með Einar Ben. í hvert sinn sem hann fann á sér, (og það kom stundum fyrir) ég er hinsvegar bara á seinni árum farinn að lesa hann af miklum áhuga. Stórkostlegt skáld og mikilmenni í flestu tilliti.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.11.2007 kl. 21:34
Yndislegt skáld Einar Benediktsson en það var farið illa með hann af heimskum samtíðarmönnum sem kölluðu sig stjórnvöld þess tíma.
Níels A. Ársælsson., 24.11.2007 kl. 21:44
Hugsið ykkur nú af allt í einu hyrfu ákveðnir menn eins og jörðin hefði gleypt þá?
Ég er nú ekki að meina neina sérstaka,-eða þannig.
....Vakir vök á dýi
vel þó aðrir sofi....
Fyrsta heila bókin sem ég skrifaði ber nafnið:
Glymja járn við jörðu.
vel þó aðrir sofi.
Árni Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 22:16
Þessi síðasta lína stalst inn óvænt. Líklega hefur Miklabæjar-Sólveig sent hana til að hrekkja mig.
Ótrúlegir þessir draugar!
Árni Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 22:21
Árni ! Ég gæti vel hugsað mér að jörðin gleypti suma menn og til þeirra spyrðist aldrei meir.
En ef þú átt eintak á lausu af fyrstu bókinni þinni þá endilega hentu því í póstinn fyrir mig og smá miða með upplýsingum.
Níels A. Ársælsson., 24.11.2007 kl. 22:21
Já Sólveig er enn á sveimi.
Níels A. Ársælsson., 24.11.2007 kl. 22:25
Velkomið að verða við þessu.
En þessi mynd hér að ofan er algert meistaraverk.
Veistu hvar hún er tekin?
Árni Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 23:37
Takk Árni. Þessa mynd málaði vinur minn Ólafur Th. Ólafsson. Bendi þér á heimasíðuna; olafssonart.com
Níels A. Ársælsson., 25.11.2007 kl. 00:07
Fór á dögunum í Herdísarvík, sem er ekki svo mikil ferð frá mér og það er ótrúlegt, að ímynda sér að þessi guðsvolaða þjóð skuli ekki hafa fundið þessum snillingi annað við að vera en að liggja þar úti.
En kannski er hægara um að tala en í að komast, eins og sagt er....
Það er hinsvegar ljóst að þið félagarnir hefðuð verið fjandi góðir með "gamla" á öðru glasi......
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 01:15
Ertu Nilli að tala um þann eina sanna snilling Óla Th. á Selfossi ????
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 01:18
Hafsteinn. Nei það er ekki sá á Selfossi, Ólafur Th. Ólafsson vinur minn kemur frá Fáskrúðsfirði.
Kíktu á þetta; olafssonart.com
Níels A. Ársælsson., 25.11.2007 kl. 12:39
Allt er afstætt eins og við vitum Hafsteinn; rétt eins og niðurstöður í fiskmatinu hjá okkur Bjössa Arnolds í gamla daga.
Í Herdísarvík leið Einari vel á margan hátt, flugið hafði lækkað og örninn bjóst til að setjast. -Fótsár af ævinnar eyðimörk/einn unaðsblett fann ég til þess að deyja....
Hlín í Herdísarvík var að líkindum ekki álfkonan í bláum möttli í rómantískasta skilningi en hjá henni náði skáldið að nokkru þeirri sátt sem hann gat bestri náð við sitt stormasama líf og skilningsvana umhverfi.
Og mikla hneigð hef ég til að trúa því að til hennar hafi Einar ort ástarljóðið hugljúfa "Siglir dýra súðin mín" og þar sem eru inni einu tvíræðu ljóðlínurnar sem ég þekki hjá honum.
-Veit ég hjúpa léttust lín
leyndir dýpstu barma......
Og að Einar hafi þá ekki verið með öllu útbrunninn?
En kannski hefur þetta verið skilgreint af spekingum og tilgátu minni hrundið.
Árni Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 12:40
Ég batt þér minn fegursta söngvasveig,
en samt var það dýrast, sem aldrei var talað.
Ég drakk hjá þér heimsins himnesku veig,-
en hugar míns þorsta var aldrei svalað.
Með jarðarbarnsins harma ég hneig
að hjarta þínu og lét mig dreyma.
Mín ófædda von, sem þú unnir, var feig.
Hvar á okkar skammlífa sæla heima ?
Níels A. Ársælsson., 25.11.2007 kl. 13:18
Já Árni, þetta er sennilega laukrétt hjá þér.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.