Leita í fréttum mbl.is

Að finna þjóf í fjöru

Skaleyjar-fjara

Orðasambandið að "finna einhvern" í fjöru í merkingunni, "gera upp sakirnar" við e-n, lúskra á e-m, er þekkt í málinu frá því á 19. öld.

Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna.

Í fornnorskum lögum eru til dæmis ákvæði um refsingar í fjöru og þau ákvæði komu inn í íslenzk lög með svokallaðri Járnsíðu, lögbók sem gilti á Íslandi 1271–1281. Þau eru einnig í Jónsbók, lögbók sem tók við af Járnsíðu og talin er kennd við Jón Erlendsson lögmann. Jónsbók gilti að mestu óbreytt fram á 16. öld.


mbl.is Mánaðar fangelsi fyrir að stela vodkapela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það væri áreiðanlega skemmtilegt sport, að stugga nokkrum kvótafíklum niður í fjöru og leyfa vel völdum landsbyggðarbúum að finna þá þar - og lúskra á þeim, sjálfum þeim til viðvörunar og öðrum fíflum til aðvörunar. 

Jóhannes Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Að rétta yfir kvótaþjófum í fjöru er góð hugmynd og en betra að lúskra á þeim og gera upp sakirnar sem eru heldur betur ærnar.

Níels A. Ársælsson., 27.11.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband