16.12.2007 | 20:30
Ólöglegt samráð LÍÚ og brot ríkisvaldsins gegn EES samningnum.
EES-SAMNINGURINN
2. KAFLI: RÍKISAÐSTOÐ:
61. gr.
1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR
{1} Sjá samþykktir.
4. gr.
1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar samkeppni, skal afnumin.
2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún raski ekki samkeppni.
3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerirhinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og jöfnunartollum.
Afli í nóvember svipaður og í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, sjómannaafslátturinn virðist vera skýlaust brot og mismunun gagnvart öðrum þegnum lands okkar. Því skyldi skúringarkonan í fjármálaráðuneytinu niðurgreiða skatta aflakónga ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2007 kl. 21:02
Ég veit það ekki sjera minn ! Hringdu í mömmu.
Níels A. Ársælsson., 16.12.2007 kl. 21:15
Hefði haldið að fæstir aflakóngana væru sjálfir til sjós og þar af leiðandi ættu þeir ekki rétt á sjómannaafslætti. Annars finnst mér athugasemd Predikarans skondin og í versta falli heimskulegur útúrsnúningur.
Ársæll Níelsson, 16.12.2007 kl. 22:16
Sjómannaafslátturinn. Þar er á ferðinni mál þar sem þáverandi stjórnvöld sömdu við sjómenn án allra aðkomu eða aðildar útgerðamanna og þið eigið að vita það.
Er þetta ekki öfugt farið varðandi sjávarútveg? Þar er jú sérskattur lagður á fyrirtæki í rekstri sem ekki er á öðrum greinum samfélagsins. Þ.e.a.s. útgerðum er missmunað.
1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar samkeppni, skal afnumin.
hvaða fjármunum? áttu við fjármuni til vegamála? eða ertu að tala um það fé sem fer í að leita að loðnu. Ef þú ert að tala ransóknarskipið sem fer úr Reykjavíkur höfn í þeim eina tilgangi að leita að loðnu þá er ég sammála þér. En annars er bara auka álag og skattur á sjávarútveginu.
2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún raski ekki samkeppni.
Myndi ekki byggðarkvóti falla undir þetta? hann er jú samkeppnisskaðandi þar sem ákveðnir aðilar fá úthlutað en ekki aðrir.
Fannar frá Rifi, 17.12.2007 kl. 00:24
Fannar ! Það er ekki sama hver spyr, þú veist það.
Varðandi sjómannaafsláttinn þá veit ég allt um hann og er mér nokk sama þó svo hann yrði feldur niður með öllu. Íslenska sjómannastéttin er hvort eðer deyjandi svo þetta skiptir engu lengur.
Ég 100% sammála þér varðandi byggðakvótann.
Varðandi Ransóknarskipin sem virðast eingöngu vera gerð út á loðnuransóknir þá er ég líka 100% sammála þér, þvílíkt afskræmi.
En þegar kemur að nýtingarétinum á fiskimiðunum þá erum við í grundvallaratriðum ósammála. Einfallt mál.
Sértækur skattur í formi auðlindargjalds er fullkomnlega réttlætanlegur í mínum huga þegar um er að ræða úthlutun á mjög svo takmörkuðum gæðum. Já fullkomnlega réttlætanlegt í alla staði.
Ef þið viljið niðurfellingu á auðlindargjaldinu þá skulum við virkja með það sama dóm Hæstaréttar nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu.
Ertu tilbúinn að fallast á að ríkið leigi mér kvóta ár hvert á sanngjörnu verði, td. þorsk á kr, 65,00.- ?
Níels A. Ársælsson., 17.12.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.