Leita í fréttum mbl.is

Vestfizkar landnáms hveitikökur

vestfizkar hveitikökur 005

Við karlarnir í minni fjölskyldu erum fullir áhuga um baksturinn líkt og bresku konurnar. Ég veit ekki hvað þeim finndist Nigellu Lawson og Deliu Smith um uppskrift formæðra okkar af vestfizku hveitikökunum en fyrir minn smekk eru hveitikökurnar nauðsynlegur hluti af jólahaldinu.

Vestfizkar landnáms hveitikökur:

500 gr hveiti

3 1/2 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 msk sykur

50 gr brætt smjörlíki

3 1/2 - 4 dl nýmjólk eða súrmjólk.

Mjólkin volgruð og smjörlíki brætt og kælt að líkamshita. Þurrefnum blandað saman, mjólkinni og smjörlíkinu dreypt saman við hægt meðan hnoðað er. Bezt er að geyma deigið undir loki í kæli yfir nótt.

Deiginu skipt upp í 5-6 kúlur og flattar út hringlaga. Nota steikapönnu með þykkum botni og hitinn á hellunni á að vera 75-80%. Sett er smjörlíkisklípa á pönnuna við hverja hveitiköku.

Hveitikökurnar borðist volgar með miklu íslenzku smjeri og hangiketi eða kindakæfu.

 

 

 


mbl.is Konurnar sækja í baksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband