Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta flugið

Árið 1890 smíðaði franski verkfræðingurinn Clément Ader vél sem flaug 50 metra fyrir eigin vélarafli en henni var ekki hægt að stýra.

Bræðurnir Orwille (1871-1948) og Wilbur Wright (1867-1912) eru hins vegar þekktastir fyrir fyrsta heppnaða flug sem knúið var áfram af hreyfli og hægt var að stýra að einhverju marki. Þeir settu sprengihreyfil í ákveðna gerð af flugvél sem kallast tvíþekja. Fyrsta flug Wright-bræðra var 17. desember 1903.

Í fyrsta fluginu fór vélin 40 m á 12 sekúndum og var hraðinn um 11 km á klukkustund miðað við jörð. Wright-bræður framleiddu einnig reiðhjól en hreyfilinn sem þeir notuðu í flugvélina smíðuðu þeir á reiðhjólaverkstæði sínu.

Heimild; Uppfinningabókin. Björn Jónsson þýddi. Fyrsta flugið, Örn og Örlygur 1990.


mbl.is Metár hjá Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband