Leita í fréttum mbl.is

Íslenzka ríkið fór aldrei að dómi Hæstaréttar

......en fór að kröfu samráðsforstjóra LÍÚ og ýmissa annara aðila, eins og svo kallaðra viðskiptabanka. Íslenzka ríkið og þar með Alþingi Íslendinga hafa að undirlægi gjörspilltra valdhafa, fótum troðið mannréttindi einstaklinga og rústað sjávarbyggðum landsins.

  

"Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999".


mbl.is Breytir engu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almennt veiðileyfi og kvóti er ekki það sama.

Friðrik Árni Friðriksson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 10:36

2 identicon

Veiðileyfi og kvóti er ekki það sama. Auk þess er þetta mál refsimál. Nær væri að skoða aðeins Vatnseyrarmálið.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Með lögum um stjórn fiskveiða, sem sett hafa verið hér á landi frá árinu 1984 nú síðast lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, hefur svokölluðu kvótakerfi við fiskveiðar verið komið á. Jafnframt því sem kvótakerfi var komið á voru settar strangar reglur um veiðileyfi, sem miðuðu að því að takmarka stærð flotans við afrakstursgetu fiskistofnanna. Með lögum nr. 38/1990 var sú mikilvæga breyting gerð, að jafnvel bátar undir 6 brúttórúmlestum voru færðir undir leyfiskerfi laga nr. 38/1990. Eftir setningu þessara laga áttu aðeins þeir bátar, sem verið höfðu að veiðum í tíð eldri laga  eða höfðu komið í stað slíkra báta, rétt til fiskveiða í atvinnuskyni. Með lögfestingu þessa kerfis má segja að afnumin hafi verið  hina forna meginregla íslensks réttar um almannarétt til fiskveiða. Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild” sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki”  hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna. Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði. Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum. Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.  Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans. En þeir, sem  hafa fengið þessum gæðum úthlutað frá stjórnvöldum mega  framselja kvótann tímabundið eða varanlega  kvóta frá þeim aðilum að nokkru eða öllu leyti. Eina takmörkunin er sú að framsalið leiði ekki til þess að kvóti skipsins, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess sbr. 6. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr.  laga um stjórn fiskveiða. Framsal kvóta öðlast gildi þegar Fiskistofa hefur staðfest að flutninginn.  Stærsti hluti kvótans, er á hendi útgerðarfyrirtækja, sem eru innan vébanda Landsambands íslenskara útvegsmanna, en samtök þessi tóku virkan þátt í undirbúningi frumvarps þess sem varð að lögum nr. 38/1990.  Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur þann tilgang m.a. samkvæmt 2. gr. samþykka félagsins, að vera málsvari útvegsmanna í almennum hagsmunamálum og stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna. Innan vébanda Landsambands íslenskra útvegsmanna er rekin svokölluð kvótamiðlun LÍÚ. Kvótamiðlun LÍÚ virðist hvorki hafa sérstakar samþykktir né heldur sjálfstæðan fjárhag, þó hún á hinn bóginn hafi sett sér gjaldskrá vegna kvótasölunnar. Virðist kvótamiðlun LÍU því vera einhvers konar deild innan LÍÚ, sem annast miðlun kvóta fyrir  félagsmenn sína. Kvótamiðlun LÍÚ virðist vera einhvers konar samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta. Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta. Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er. Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð. Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti. Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa. Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta. Telja verður að með þessu fyrirkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landsamband íslenskra útvegasmanna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs geta stýrt fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi. Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta. Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni. Verðinu ráð þeir einir.

Níels A. Ársælsson., 11.1.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Einfaldara er þetta ekki Nilli. Svo halda menn því fram að verðið ráðist af framboði og eftirspurn, þvílík þvæla.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband