Leita í fréttum mbl.is

Heill þér Björn Ingi !

Ég er einn af þeim sem man hvaða afstöðu Björn Ingi hafði fyrir síðustu Alþingiskosninga til kvótakerfisins og nauðsyn þess að sjávarþorpin fengju leiðréttingu sinna mála.

Fyrir það fær Björn Ingi virðingu mína og fjölda annara íslendinga.

Nú hefur hæstvirtur "yfir gjammari" Guðjón Ólafur gengið götuna á enda og stór skaðað flokkinn með tilhæfulausum dylgjum og rógburði.


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn Ingi er af mörgum talinn pólitískur refur og oft til þess unnið.

Hann er einn snjallasti stjórnmálamaður okkar í pólitískri refskák og er tæpast á leið út úr íslenskri pólitík.

Árni Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Bingi þessi verður hér allt í öllu þegar við drepumst, það er klárt, hann hefur til þess burði fram yfir allavega alla sem eru sjáanlegir í framsókn. Réttilega nefnir þú Nilli, það sem frá honum kom um kvótakerfið í vor.

Mér kemur þá í hug þegar ég gerði mér ferð til höfuðborgarinnar til að skoða og hlusta einn sem var að berjast við að komast í öruggt sæti hjá sjöllum fyrir margt löngu. Það var ekki laust við að mér þætti ég eiga samleið með þessum pilti og hans málflutningi, sérstaklega ýmislegt sem hann sagí um kvótakerfið eins og það var þá og hvernig hann vildi bylta því.

Það er skemmst frá að segja að drengurinn fékk gott fylgi og draumurinn rættist, þingsætið tryggt allar götur síðan, en hefur einhver heyrt eitthvað af viti frá Pétri Blöndal síðan, sérstaklega um sjávarútvegsmál????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.1.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Hnífasettin, ekki gott mál ef satt reynist. Pólitik er alger hringekkja, spurning hver er að segja satt og hver ekki.  Valdatafl.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 21.1.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband