Leita í fréttum mbl.is

Sjálfskaparvíti þjóðar

Tilvitnun í bók Eðvarðs T. Jónssonar "Hlutskipti Færeyja" (Mál og Menning 1994). Eðvarð vitnar í lesendabréf ungrar konu í Þórshöfn til eins blaðsins á staðnum:

,,Það er ekkert vandamál að vera fátækur ef samviskan er hrein. Málið vandast ef spilling, óstjórn, eiginhagsmunir og ábyrgðarleysi valdahafa eiga sökina. Þá má ekki tala um glæpi heldur pólitísk mistök. Þá er almenningur dreginn til ábyrgðar. Erum við þá öll bófar?" Tilv; lýkur.

Þessi unga kona kemst nálægt kjarna vandans. Eiga Danir að snúa baki við Færeyjum vegna þess, að helztu ,,máttarstólpar" færeysks efnahagslífs keyrðu þjóðarskútuna í kaf? Eigum við hin að láta eins og okkur komi þessi ósköp ekki við?

Vandinn hér er sá, að þeir, sem bera ábyrgðina á óförum Færeyja, halda saklausu fólki í gíslingu í raun og veru. Færeyingum hefur ekki tekizt að búa svo um hnútana í sínu samfélagi, að venjulegt fólk njóti verndar gagnvart afglöpum og ofríki stjórnvalda og sérhagsmunahópa.

Saga Færeyja er eins og saga Íslands langt aftur í aldir öðrum þræði saga harðsvíraðra hagsmunahópa, sem mökuðu krókinn á kostnað almennings, fyrst í skjóli almenns sinnuleysis, hjátrúar og fáfræði og síðan í krafti ófullnægjandi löggjafar, leikreglna og stjórnskipanar.

Siðferðisþroska þjóðfélags má að miklu leyti ráða af því, hversu vel þegnarnir eru verndaðir hver fyrir öðrum í lögum og leikreglum samfélagsins. Efnahagurinn hlýtur að draga dám af siðferðisþroskanum, þegar allt kemur til alls.

Athugasemd mín: Álit mannréttindanefndar SÞ, kvótakerfið, ráðgjöf Hafró, hrun sjávarþorpa og ný byrjað hrun fjármálastofnana vekja mann til alvarlegra umhugsunar eftir lestur bókar Eðvarðs.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband