7.2.2008 | 21:25
Langvarandi mannréttindabrot á Íslandi:
Nýlegt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna staðfestir að löggjöfin um stjórn fiskveiða hefur frá 1990 brotið í bága við samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þann samning fullgilti ríkisstjórnin fyrir Íslands hönd eftir að ályktun Alþingis lág fyrir vorið 1979.
Nefndin telur að lögin umdeildu brjóti gegn jafnræðisreglu samningsins. Athyglisvert er að íslenska ríkið hélt uppi vörnum í málinu en mannréttindanefndin segir samt að því hafi ekki tekist að sýna fram á að úthlutunarreglur veiðiheimildannna fullnægi þeim kröfum sem gera verður um sanngirni.Eins og nafn nefndarinnar ber með sér er litið á brot gegn samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem mannréttindabrot. Á slíkt er litið alvarlegum augum bæði af almenningi og stjórnvöldum í flestum ríkjum.
Núverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talaði mjög skýrt í ræðu sem hún flutti á málþingi sem haldið var í Háskólanum á Akureyri 10. desember 2007.
Þar sagði hún að íslenskt samfélag hefði notið ómælds gagns af starfi alþjóðlegra mannréttindastofnana og að almenningur hefði lært að leggja traust sitt á mannréttindi og alþjóðlega vernd þeirra í eigin lífi.
Sjá link á bb.is; http://bb.is/Pages/26?NewsID=111656
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi. Enn fróðlegra verður að fylgjast með henni þegar nær dregur vordögum. Ég hef ekki trú á að það verði gerðar miklar breytingar eða þá að gerðar verði nokkrar breytingar. Ég held að reynt verði að þvæla þessu máli út í það óendanlega og í besta falli verði farið fram á að vegna umfang kerfisins verði farið fram á lengri tíma til að endurskoða einhverja þætti þess. Ég hef enga trú á því að Samfylkingin hafi burði eða áhuga á því að standa upp í hárinu á Sjálfstæðisflokknum. Þar á bæ líður mönnum svo vel í "hjónabandinu" að helst má ekki minnast á misgjörðir makans. Dómaraveitingin er ágætt dæmi um slíkt.
Hagbarður, 7.2.2008 kl. 22:08
Ég var á umræddu málþingi og þar sagði utanríkisráðherra að mannréttindavitund Íslendinga væri sérstaklega sterk, hvaðan sem hún hefur þau 'sannindi'
Aðalheiður Ámundadóttir, 7.2.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.