8.2.2008 | 22:42
Skjal merkt TRÚNAÐARMÁL er fundið í ómerktum kassa í Þjóðskjalasafni
Í bréfinu er gerð tillaga um, að hverju skipi verði úthlutað ákveðnum kvóta, sem að meginstefnu til byggist á meðalafla skipsins síðast liðin 3 ár. Samkvæmt lögum nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands hefur sjávarútvegsráðherra almennt ekki heimild til að ákveða veiðitakmarkanir af því tagi, sem að ofan er lýst.
Hann getur bannað ákveðin veiðarfæri á tilteknum svæðum, sbr. einkum 5.-7. gr., og ákveðið hámark þess afla, sem veiða má af tiltekinni fiskgegund á tilgreindu tímabili, sbr. 10. gr.
Verður ekki talið, að þessi ákvæði feli í sér viðhlítandi heimild til skipta afla með skipum á þann hátt, sem hér er til umræðu. Þá kemur aðeins til athugunar, hvort sjávarútvegsráðherra sé heimilt í skjóli 14. gr. laga nr. 81/1976 að ákveða kvóta veiðiskipa með umræddum hætti.
Í 1. mgr. 14. gr. er ráðherra heimilað að ákveða, að veiðar tiltekinna tegunda skuli háðar leyfum og að binda leyfin "skilyrðum, sem nauðsynleg þykja." Síðan segir í 2. mgr. 14. gr.: "Ráðherra getur einnig ákveðið í reglugerð, að aðrar veiðar í teltekin veiðarfæri skuli háðar sérstökum eða almennum leyfum."
Samkvæmt framangreindu ákvæði 2. mgr. 14. gr. getur ráðherra áskilið í reglugerð, að veiðar í reknet skuli háðar leyfi, og einnig verður að líta svo á, að hann geti á sama hátt og grenir í 1. mgr. 14. gr. bundið slík leyfi "þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja."
Samkvæmt ummælum í greinargerð fyrir frumv. til laga nr. 81/1976 miðarleyfakerfi 14. gr. fyrst og fremst að því að tryggja nauðsynlegt aðhald og eftirlit, að því er varðar veiðar og veiðarfæri, er hætta getur stafað af.
Kvótakerfi það, sem hér er til umræðu, felur í sér verulega breytingu á stjórnun og takmörkun veiða frá því sem verið hefur. Það víkur og eðli sínu samkvæmt frá þeim heimildum, sem sjávarútvegsráðherra eru veittar berum orðum í lögum til að stjórna veiðum og takmarka þær.
Að mínum dómi fær ekki staðist, að ákvörðun kvóta með umræddum hætti (verði?) tekin í formi skilyrða fyrir leyfum samkv. 14. gr. Á grundvelli 14. gr. verður naumast gengið lengra en að ákveða almennt hámark afla á skipt, þegar unnt er að sýna fram á sérstaka nauðsyn þess.
Samkvæmt framansögðu er niðurstaða mín sú, að lagaheimild bresti til að koma þeirri skipan á veiðar með reknetum, er greinir í fyrrgreindu bréfi Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 27. maí 1983.
Kaldaðarnesi 28. júlí 1983.
Gaukur Jörundsson. (sign).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seg mér, hvur ,,Gaukaði" þessu að þér, með leyfi??
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 9.2.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.