11.2.2008 | 22:59
Íslandsbanka lokað vegna hættu á stórfelldum sparifjárflótta
Anno 3. febrúar 1930.
Þegar leið að opnunartíma bankanna í Reykjavík í morgun sást, að óvenjulega margir virtust eiga erindi í Íslandsbanka, því þar var allmikil þyrping fyrir dyrum.En bankinn var ekki opnaður á tilsettri stundu, heldur tilkynnt, að hann yrði lokaður um óákveðin tíma og innti ekki af höndum neinar greiðslur né önnur almenn bankaviðskipti fyrst um sinn.
Brá viðskiptamönnum illa í brún og varð nokkur þröng og jafnvel háreysti fyrir dyrum bankans um stund, en síðan hurfu menn frá. Aðdragandi þessa máls var nokkur.
Ýmsir höfðu talið undanfarnar vikur, að fjárhagur bankans stæði völtum fæti, og fyrir rúmri viku brá svo við, að hlutabréf bankans hríðféllu allt í einu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Við það beið traust bankans mikinn hnekki á Norðurlöndum og í Bretlandi, og þegar orðrómurinn barst hingað til lands um helgina, sá bankastjórnin ekki annan kost vænni en að loka bankanum til að koma í veg fyrir algeran sparifjárflótta úr bankanum, enda hafði bankinn ekki handbært fé til að greiða út innistæður manna.
Harðar umræður og samningsumleitanir hafa farið fram í dag á Alþingi á milli þingflokkanna um gjaldþrot Íslandsbanka og samþykkti þingið loks lög um stofnun Útvegsbanka Íslands.
Ríkissjóður leggur Íslandsbanka til 3 milljónir króna, gegn hálfri þeirri upphæð fenginni innan lands og hálfri fimmtu milljón króna, sem lagt er fram sem áhættufé bankans frá lánadrottnum hans erlendis.
Þegar þessum skilyrðum er fullnægt, rennur Íslandsbanki inn í Útvegsbankann og hættir að vera til sem sjálfstæð stofnun. Útvegsbanki tekur síðan við skuldum og innistæðum Íslandsbanka.
Spyrja Fjármálaeftirlitið um SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2008 kl. 00:07 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763850
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.m5.is/?timabil=365
Magnús Þór Hafsteinsson, 11.2.2008 kl. 23:03
Magnús. Sjáðu þetta; http://vald.org/
Níels A. Ársælsson., 11.2.2008 kl. 23:14
Hjúts hélt þetta hafði verið frétt í dag. Sá ekki ártalið.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 12.2.2008 kl. 00:24
Já Áslaug. Þetta gæti allt eins verið frétt sem kæmi innan skamms. Miðað við stöðu bankana í dag þá gæti verið styttra í þetta en margan grunar.
Níels A. Ársælsson., 12.2.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.