Leita í fréttum mbl.is

Ég hef séð þetta allt áður

Það eru engin hugbúnaðarforrit fyrir útgerð og fiskvinnslu sem geta lagað vitleysunar í sjávarútvegsstefnunni.

Með fullri virðingu fyri Matís, AGR, Maritech og TrackWell þá verð ég að segja það að slík hugbúnaðarsmíð hefur oft verið reynd áður.

Tja, nema að nú sé búið að smíða inn í grunninn brottkastið, löndun framhjá hafnarvog og tegundabreytingar við skipshlið ! Þá vísast virkar hugbúnaðurinn 100%.

En eins og allir vita sem ekki eru á annað borð blindir, heyrnalausir og vitlausir þá er svindl og brottkast í hæstu hæðum um þessar mundir, sem vonlegt er í ljósi allra aðstæðna.

Ku þetta að mati sérfræðinga vera kallað "Sjálvirkar mótvægisaðgerðir" sem eru Fiskistofu og ráðamönnum þóknanlegar.

Sjávarútvegsráðherra væri nær að einbeita sér að því að afnema kvótakerfið í núverandi mynd og leggja niður Hafransóknastofnun, heldur en að eyða tímanum í sýndarveruleika.


mbl.is Nýr hugbúnaður stuðlar að bættri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þó það nú væri að hinar ,,sjálfvirku mótvægisaðgerðir" séu stjórnvöldum, Fiskistofu og LÍÚ vel að skapi. Þetta eru snillingar og stórmenni, hvernig sem á það er litið.

Jóhannes Ragnarsson, 14.2.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Djöfulsins snilld maður. Það þurfti heila hjörð af hámenntuðum fábjánum til að finna það út að betra væri að veiða á heimamiðum frekar en hinu megin við landið og flytja aflann á milli.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband