19.2.2008 | 15:26
Undirskriftasöfnun gegn flottrollsveiðum hafin í Bandaríkjunum
SKAÐRÆÐIS VERKFÆRI Í LÖGSÖGU RÍKJA.
Í Bandaríkjunum er hafin undirskriftasöfnun gegn flottrollsveiðum við strendur landsins. Í áskorun til bandarískra stjórnvalda er skorað á þau að banna allar flottrollsveiðar innan 50 mílna.
Í henni segir einnig að flottrollsveiðarnar með sínu róti í makríl- og síldartorfum hafi gerbreytt þorsk- og túnfiskveiðum við ströndina - þær séu nú aðeins skuggi þess sem var.
Rökin eru íslenskum strandveiðimönnum ekki ókunnug. Verið er að taka fæðuna frá þeim fiskitegundum sem þeir byggja afkomu sína á. Í áskoruninni er því algerlega hafnað að fleiri nefndir eða vinnuhópar verði skipaðir til að fara yfir málið. Krafist er tafarlausra aðgerða.
Nú stefnir í að loðnuvertíðin á Íslandi verði aðeins svipur hjá sjón. Loðnan virðist annaðhvort ekki vera til í því magni sem fræðin gerðu ráð fyrir eða hegðun hennar hefur gerbreyst. Nú eru 20 - 25 dagar þar til hún hrygnir að öllu jöfnu. Heildarveiðin á þessari stundu er aðeins brot af heildarkvótanum.
Aðalfundur LS árið 2002 mótmælti harðlega notkun flottrolls innan 50 mílna landhelgi og krafðist þess að veiðarnar yrðu bannaðar þangað til sannað yrði að ekki væru árlega tugir eða hundruð tonna af þorskseiðum og fleiri tegundum fiska sett í bræðslu eða dælt sjóinn. Allar götur síðan hefur LS ítrekað afstöðu sína, nú síðast á aðalfundi félagsins í október 2007.
Hérlendis sjá flestir fyrir sér stóra togara með flottroll í eftirdragi, en það er ekki endilega tilfellið í Bandaríkjunum.
Greint var frá því á vef smabatar.is, s.l. þriðjudag að strandveiðimenn í Chile hafa hrint úr vör herferð gegn togveiðum við landið. Sjá link; http://www.eliminemoselarrastre.bligoo.com/
Heimild; smabatar.is
Aflaverðmæti 75,3 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.