Leita í fréttum mbl.is

Vindlar og kynlíf auka lífslíkur íbúa Kúbu

Fjöldi manns á Kúbu hefur náð tíræðisaldri og gott betur og þakkar fólkið langlífi sínu að hafa hætt að drekka áfengi en veitt sér vel af kaffi, vindlingum og stundað mikið kynlíf.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem var gerð á 54 einstaklingum af þeim rúmlega 100 sem eru orðnir 100 ára eða eldri og búa í Villa Clara-héraðinu á Kúbu.Yfir 60% þeirra áttu foreldra sem einnig náðu að verða eldri en 100 ára.

Um 11,2 milljónir manna búa á Kúbu og þar búa u.þ.b. 3.000 manns sem hafa náð að lifa í heila öld eða lengur.

Rannsóknin leiddi í ljóst að líf eldri borgaranna er agað án þess að vera strangt.Enginn þeirra sem tók þátt í könnuninni drakk vín en þátttakendur sögðust elska kaffi og vindla, sem þeir neyttu í miklu magni.

Þá var fólkið með heilbrigðan áhuga á ýmsum hlutum t.a.m. kynlífi að sögn Nancy Nepomuceno sem stýrði rannsókninni.Flestir eru skýrir í kollinum, lifa góðu lífi og starfa með höndunum í sveitahéruðum landsins.

Nánast allir sem tóku þátt í rannsókninni sögðust borða fisk, egg, mjólk, hvítt kjöt og grænmeti, sem var eldað með því að nota lítið salt og önnur krydd.

Meðallífslíkur á Kúbu eru 76 ár, en í Villa Clara-héraðinu þar sem rannsóknin var gerð, eru lífslíkurnar 78 ár.

Heimild; mbl.is, 4.10.2006.
mbl.is Vindlahátíð á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Skemmtilegt myndband af vindlagerð.

Mér finnst ekki líklegt að rétta skýringin á langlífi þessa fólks sé kaffidrykkja og vindlareykingar, hvað þá kynlífsiðkun.  Líklegast er að genin og hreyfingin gegnum árin hafi þar mest að segja.  Enda áttu flestir langlífa foreldra... 

Sigurjón, 28.2.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband