Leita í fréttum mbl.is

Breytinga er þörf á landhelgislöggjöfinni

Áður fyrr börðust íslendingar í þorskastríðum við "Tjallanna" til að ná fullum yfirráðum á fiskimiðunum umhverfis landið og höfðu sigur, að við töldum.

Í dag eru það ekki "Tjallarnir" sem eru að ræna fiskimiðin okkar heldur enn verri ógn sem svífst einskins.

Íslenzku frystitogararnir og flottrollskipin eru margfallt meiri ógn við fiskimiðin heldur en allur útlendinga skarinn sem tröllreið miðunum við ísland áratugum saman.

Stjórnvöld verða að bregðast við og reka frystitogaranna og flottrollskipin út fyrir 200 mílur.

Fyrr er fullnaðarsigri íslendinga yfir landhelginni ekki náð.

Vandi sjávarbyggðanna leysist af sjálfum sér með einfaldri reglugerð eða smávægilegri breytingu á landhelgislögum !

Íslandi þúsund ár !


mbl.is Vandi sjávarbyggða ræddur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ég held að við eigum ekki fiskimiðinn sem íslendingar, heldur einstaklingar sem hafa fengið fiskinn á silvurfati eða gullfati til sín.. ..

Mín ósk er sú til þess að halda byggðarlögunum byggilegum og fjölskylduvænum, þarf að eyrnamerkja kvótann við hvert byggðarlag, ekki einstaklingana, en svo meiga útvegsmenn kaupa kvótann af byggðarlaginu ef þeir óska eftir því.  Auðvitað yrðu læti út af þessu, en þetta er nauðsynlegt landsbyggðinni. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband