Leita í fréttum mbl.is

Höfrungar eru afburða gáfuð dýr

Flestar tegundir höfrunga eru félagslyndar og sjást oft í stórum hópum, jafnvel þúsundir dýra.

Þeir virðast vera greindar skepnur og samvinna á milli þeirra er oft mikil svo sem við veiðar.

Þekkt er meðal höfrunga að þegar einn meðlimur hópsins særist eða veikist þá fær hann hjálp frá öðrum í hópnum.

Leikgleði er einnig lýsandi fyrir höfrunga til dæmis þegar þeir fylgja eftir skipum og „fíflast“ meðal kafara.

Höfrungar aðlagast breytingum afar vel og hafa sýnt einstakan sveigjanleika gagnvart breytingum í umhverfi sínu.


mbl.is Höfrungur bjargaði hvölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

ég hef elskað og dáð þessi dýr eins lengi og mig minnir, mig dreymir um að geta verið í návígi við þau, þó án þess að trufla tilveru þeirra.  Þetta er glæsilegt dýr sem hefur jafnvel komið sjómönnum og öðru fólki illa hröktu vegna sjávarháska til bjargar. 

Linda, 13.3.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Svakalega bragðgóðir líka....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.3.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já einmitt.

Smakka ekki betra kjöt af grillinu fyrir utan æðarkollur. 

Níels A. Ársælsson., 13.3.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hef reyndar bara einu sinni smakkað Höfrung og það var af grillinu hjá Kristni vini okkar, algert sælgæti, þau hjón raunar snilldarkokkar líka, sem kannski þarf nú að vera með....

Já kollan góð af grillinu...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband