16.3.2008 | 15:10
Himnaríki og helvíti
*Þeir eru allir komnir út.
Það er talsverður snjór í kringum búðirnar en fjaran er svört. Þeir velta bátnum við. Létt verk fyrir tólf hendur að velta við sexæringi, þyngra verk en að hvolfa honum, þá duga tæpast tólf hendur, þarf minnst sex til viðbótar en hin áhöfnin í fasta svefni, helvískir, og hvíla þreyttar hendur í draumaheimi, þeir sækja alltaf á djúpmiðin og fara þersvegna aldrei af stað fyrr en undir morgun.
Guðmundur vaknar þó sjálfsagt bráðlega, formaðurinn, kallaður Guðmundur strangi, menn hans verða að vera komnir til búðar fyrir klukkan átta á kvöldin, slæpingur og kjaftavaðal eitur í hans beinum og þeir hlýða skilyrðislaust, heljarmenni allir með tölu, hafa komist lifandi í gegnum veður heimsins og svo kjaftforir að þeir geta drepið hund með orðbragðinu, en bljúgir drengir og óttaslegnir ef Guðmundur æsir sig.
Fanggæslan þar heitir Guðrún, lágvaxin og fíngerð, með svo ljóst hár og skrækan hlátur að það verður aldrei alveg dimmt í kringum hana, hún er á við margar flöskur af kínalífselixít, hún er falleg, hún er ærslafull og kinnar hennar svo hvítar og ávalar að það er hægt að fá fyrir hjartað, hún stígur stundum þessi undarlegu dansspor og þá brestur eitthvað inni í búðarmönnunum, þessum hrjúfu og veðruðu köllum, væntumþykjan og hamslaus girndin óleysanlegur hnútur inni í þeim.
En Guðrún er dóttir Guðmundar og þeir myndu fremur kæla sig í helköldum sjónum en að eiga við dóttur hans, ertu vitlaus, jafnvel andskotinn sjálfur þyrði ekki að snerta hana. Hún virðist alveg ómeðvituð um áhrif sín og kanski er það hið versta, nema að það sé einmitt hið besta.
*Úr bókinni Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.