Leita í fréttum mbl.is

Himnaríki og helvíti

osvor

*Ţeir eru allir komnir út.

Ţađ er talsverđur snjór í kringum búđirnar en fjaran er svört. Ţeir velta bátnum viđ. Létt verk fyrir tólf hendur ađ velta viđ sexćringi, ţyngra verk en ađ hvolfa honum, ţá duga tćpast tólf hendur, ţarf minnst sex til viđbótar en hin áhöfnin í fasta svefni, helvískir, og hvíla ţreyttar hendur í draumaheimi, ţeir sćkja alltaf á djúpmiđin og fara ţersvegna aldrei af stađ fyrr en undir morgun.

Guđmundur vaknar ţó sjálfsagt bráđlega, formađurinn, kallađur Guđmundur strangi, menn hans verđa ađ vera komnir til búđar fyrir klukkan átta á kvöldin, slćpingur og kjaftavađal eitur í hans beinum og ţeir hlýđa skilyrđislaust, heljarmenni allir međ tölu, hafa komist lifandi í gegnum veđur  heimsins og svo kjaftforir ađ ţeir geta drepiđ hund međ orđbragđinu, en bljúgir drengir og óttaslegnir ef Guđmundur ćsir sig.

Fanggćslan ţar heitir Guđrún, lágvaxin og fíngerđ, međ svo ljóst hár og skrćkan hlátur ađ ţađ verđur aldrei alveg dimmt í kringum hana, hún er á viđ margar flöskur af kínalífselixít, hún er falleg, hún er ćrslafull og kinnar hennar svo hvítar og ávalar ađ ţađ er hćgt ađ fá fyrir hjartađ, hún stígur stundum ţessi undarlegu dansspor og ţá brestur eitthvađ inni í búđarmönnunum, ţessum hrjúfu og veđruđu köllum, vćntumţykjan og hamslaus girndin óleysanlegur hnútur inni í ţeim.

En Guđrún er dóttir Guđmundar  og ţeir myndu fremur kćla sig í helköldum sjónum en ađ eiga viđ dóttur hans, ertu vitlaus, jafnvel andskotinn sjálfur ţyrđi ekki ađ snerta hana. Hún virđist alveg ómeđvituđ um áhrif sín og kanski er ţađ hiđ versta, nema ađ ţađ sé einmitt hiđ besta.

*Úr bókinni Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband