27.3.2008 | 13:37
Bakkafjara er hrein viðbót
Þorlákshöfn verður áfram til eftir því sem ég bezt veit, svo þangað er alltaf hægt að sigla þó Bakkafjara sé ófær.
Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 764155
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei Nilli, ég sé nú ekki að það verði haldið úti ferjumannvirkjum hérna....bara og ef...það er alveg galið. Þar fyrir utan verður ekki þannig búið að fólki í þessum bát á Bakka, að það verði lagt íann til Þorlákshafnar í vitlausu veðri, með alla í sal, það er langsótt. Þannig að ef það er ófært á Bakka þá er ófært, annað hljóta að vera undantekningar.
Merkilegt að sjá hvernig Eyjamenn margir eru að tala um þessa framkvæmd, sem komin er á framkvæmdastig, eins og það sé bara verið að spá eitthvað og kannski verði bara gert eitthvað annað....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 14:09
Jæja.
Þetta er þá kanski bara klúður ? Best væri auðvitað að fá nýtt hraðskreitt skip á milli Eyja og Þorlákshafnar.
En Maggi vinur okkar getur væntanlega notað þyrluna áfram.
Níels A. Ársælsson., 27.3.2008 kl. 14:15
Að mínu áliti hefði átt að fá nýtt og öflugt skip, en nota þessa aura sem á að jarða þarna í sandinn, engum til gagns, til að gera hafnarbætur á báðum stöðum. VM og Þorl.h., eins og raunar Magnús er að segja þarna, en það er bara full seint.... "gripið í görn"....eða þannig...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 15:56
Sæll Níels , ferjan á að rista mun grynnra en núverandi Herjólfur gerir og vera aðeins minna skip að öllu leiti . Ekki gott mál . kv .
Georg Eiður Arnarson, 27.3.2008 kl. 18:02
Já Georg þetta er ekki gott mál.
Að vísu hef ég róið frá Hirtsals og Skagen á Jótlandi og þar eru hafnir sem líkjast mjög fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru, byggðar inn í sandfjöru með miklum varnargörðum langt framí sjó.
Ég veit ekki til þess að þær hafnir hafi nokkurntíman verið til vandræða.
En var ekki umræðan afvegaleidd með þessum hugmyndum um jarðgöng á milli lands og Eyja eins og Hafsteinn nefnir hér að ofan og þið sitjið uppi með versta kostinn en ekki þann næst bezta ?
Níels A. Ársælsson., 27.3.2008 kl. 21:12
Sæll Níels , sumir vilja meina að þetta sé allt saman löngu ákveðið . kv .
Georg Eiður Arnarson, 27.3.2008 kl. 21:45
Samkvæmt teikningum af þessum "mannvirkjum" eiga að koma tveir örstuttir "grjótgarðar" út og eiga þeir að koma í veg fyrir allan sandburð inn í höfnina og svo rétt fyrir utan fyrirhugaða höfn er stórt og mikið sandrif (að meðaltali er 10 m dýpi á því) yfir þetta sandrif á ferjan að "sigla" (ég sé ekki betur en að hún þurfi að vera búin skriðbeltum til að komast yfir rifið ef eitthvað er að veðri). Ég hef ekki siglt þarna fram hjá og séð annað en að það "brjóti" stöðugt á þessu rifi. Hafnirnar í Skagen og Hitshals eru ólíkar að því leiti að ekki er um að ræða svona sandrif sem þarf að fara yfir og ekki er hægt að líkja þeim sandburði sem þarna er saman við sandburðinn þar.
Jóhann Elíasson, 28.3.2008 kl. 16:51
Sammála Jóhann, ég hef mestar áhyggjur af þessu gríðarlega magni af sandi sem er þarna á ferðinni, en vonandi erum við of svartsýnir. Ég mun hinsvegar líta til veðurs áður en ég legg á sandinn á sæmilegum bíl og sit heima ef það verður rok...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.