31.3.2008 | 23:24
Fjörtíu sjómenn farast í ofsaveðri
Anno; 1903.
Dagana 8. 9. marz gekk ofsaveður um mestan hluta landsins. Tvö fiskiskip frá Eyjafirði, Oak og Skjöldur, fórust í veðrinu með allri áhöfn. Voru 19 menn á Oak en 12 á Skildi. Af fiskiskipinu Valdemar úr Engey féllu þrír menn útbyrðis, tveir þeirra drukknuðu, en hinum þriðja skolaði inn aftur, hann dó þó skömmu síðar.
Af fiskiskipinu Karolínu frá Mýrarhúsum drukknuðu fimm menn, þar á meðal skipstjórinn. Af fiskiskipinu Sigríður frá Hafnarfirði féll stýrimaðurinn útbyrðis og drukknaði. Allmörg skip strönduðu í veðri þessu, en mannbjörg varð af þeim öllum.
Nóttina sem veðrið var verst, lágu Grímseyingar úti á bát við eyna og komust ekki í land fyrir ofsaveðri og brimi. Loks sleit bátinn upp, svo bátsmenn áttu ekki annan kost en að freista að hleypa undan veðrinu inn á Eyjafjörð.
Hleyptu þeir upp Grímseyjarsund og inn eftir öllum firði og lentu síðla dags á Oddeyri með heilu og höldnu. Þótti það afreksverk mikið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
'Eg fékk gæsahúð er ég las þetta.
Drottinn blessi minning þeirra.Amen.
Aida., 1.4.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.