Leita í fréttum mbl.is

Fjörtíu sjómenn farast í ofsaveðri

björgun reynd

Anno; 1903.

Dagana 8. – 9. marz gekk ofsaveður um mestan hluta landsins. Tvö fiskiskip frá Eyjafirði, Oak og Skjöldur, fórust í veðrinu með allri áhöfn. Voru 19 menn á Oak en 12 á Skildi. Af fiskiskipinu Valdemar úr Engey féllu þrír menn útbyrðis, tveir þeirra drukknuðu, en hinum þriðja skolaði inn aftur, hann dó þó skömmu síðar.

Af fiskiskipinu Karolínu frá Mýrarhúsum drukknuðu fimm menn, þar á meðal skipstjórinn. Af fiskiskipinu Sigríður frá Hafnarfirði féll stýrimaðurinn útbyrðis og drukknaði. Allmörg skip strönduðu í veðri þessu, en mannbjörg varð af þeim öllum.

Nóttina sem veðrið var verst, lágu Grímseyingar úti á bát við eyna og komust ekki í land fyrir ofsaveðri og brimi. Loks sleit bátinn upp, svo bátsmenn áttu ekki annan kost en að freista að hleypa undan veðrinu inn á Eyjafjörð.

Hleyptu þeir upp Grímseyjarsund og inn eftir öllum firði og lentu síðla dags á Oddeyri með heilu og höldnu. Þótti það afreksverk mikið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

'Eg fékk gæsahúð er ég las þetta.

Drottinn blessi minning þeirra.Amen.

Aida., 1.4.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband