9.4.2008 | 14:18
Steini Péturs
Vinur minn Steini Péturs (Þorsteinn Pétursson) hefði orðið 49 ára í dag. Steini var fæddur 9. apríl 1959 en lést 12. mars 1982.
Ég sakna Steina sárt eftir öll þessi ár og hugsa ég til bezta vinar míns hvern einasta dag. Sagt er fólki til huggunar að tíminn lækni öll sár en því er ekki þannig farið með Steina.
Tíminn hefur ekki læknað neitt og stendur minningin um þennan góða dreng mér ljóslifandi fyrir hugskotsjónum.
Ég harma fráfall hanns meira en tárum tekur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 764821
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Nilli minn við söknum hans fleiri, góður drengur Steini, en það er erfitt að fylla skarð góðs, einstaks, vinar.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:08
Ég samhryggist þér Níels. Ég veit af reynslu að erfitt er að missa vin fyrir aldur fram.
Anna Karlsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:52
Ég kynntist Steina fyrst í Reykholti 1974 einhverra hluta vegna náðum við ekki saman það árið en árið eftir lágu leiðir okkar saman að nýju og innan fárra vikna tókst með okkur vinátta sem aðeins átti eftir að eflast þar til hann kvaddi þennan heim. Þar sem Steini var þar átti maður góðan vin sem maður gat alltaf stólað á. Þrátt fyrir það að við Steini værum jafnaldrar, þá hafði hann til að bera meiriandlegan þroska en ég hafði þau ár sem sem ég þekkti hann. Ég segi eins og þú Nilli, hann var meira en góður vinur vina sinna og er sárt saknað.
Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 22:01
Nilli minn, það er sannara en margur hyggur, að eftirsjáin og sársaukinn verði bara bærilegri með tímanum, vegna þess, að maður venjist honum.
Steini var altof stutt hjá okkur, líkt og var með marga aðra drengi, bæði karla og konur.
Hann átti góða að og einlæga vini.
Margur lifir löngu lífi, án þess að upplifa slíkt nokkurntíman.
Þökkum það.
Bjarni Kajrtanss
Íhald
Bjarni Kjartansson, 10.4.2008 kl. 10:43
Þetta er fallegur pistill. Ég kynntist Steina Pé í Reykholti. Hann var alveg ótrúlega skemmtilegur. Við fórum saman í helgarleyfi til Rvk. og mikið var brallað. Hann var original - sem er orðið fágæti í dag, þar sem allir keppast við að komast í hjörðina.
Að eiga góða og raunverulega vini er eitt af því mikilvægasta í lífinu.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.