Leita í fréttum mbl.is

Það gengur vel í Skagen og Hirtshals

Aðstæður til hafnargerðar voru kanski ekki ósvipaðar í Skagen og Hirtshals og eru í Bakkafjöru.

http://skagen.net/


mbl.is Tilfinningahiti í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Auðvitað er hægt að byggja nothæfa höfn í Bakkafjöru en mannvirkið verður bara að vera nógu stórt og öflugt til að þola áganginn. Eftir skoðun á myndbandinu frá Lóðsinum sem er á síðunni "ströndumekki" sá ég að þetta var bara svipað og Langanesröstin í ládauðu. Stór ferja skoppar ekki svona eins og þessi smábátur í ekki meiri sjó en þetta.

corvus corax, 16.4.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Benóný, ég náði ekki þessari athugasemd þinni, hvað áttir þú við með henni?  Og til þess að fyrirbyggja misskilning , þá er afskaplega fátt sameiginlegt með höfnunum í Skagen og Hirtshals og svo fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru.

Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég var við síldveiðar í Norðursjó þegar ég var strákur og við lönduðum ýmist í Hirtshals og Skagen.

Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við værum að keyra upp í Meðallandsbugt þegar við komum inn í hafninar til löndunnar.

Ef ég man rétt þá braut alveg ofboðslega langt út með ströndinni ekki ósvipað og í Bakkafjöru.

Ég held þetta séu ekki ólíkar aðstæður og við suðurströnd Íslands nema hvað að þarna verður aldan mun krappari vegna grunnsævis.

Níels A. Ársælsson., 16.4.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jóhann !

Get ég ekki borið saman Hirtshals, Skagen og Bakkafjöru ?

Er minnið mitt svona lélegt ?

Níels A. Ársælsson., 16.4.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég hef komið í land á skagen og í Hirsthals.. ég sé nákvæmlega ekkert sameiginlegt nema að það er sandfjara á báðum stöðum.  við vestanvert Jótland koma ekki öldur eins og eru við suðurströnd íslands.. ég er að tala um öldur sem eru 6-12 metra háar og sumar mun hærri í stórviðrum. við jótland mundu slíkar öldur skapa forsíðufréttir í DK enda gerist það kannski einu sinni á 10-15 ára fresti.. en við Bakkafjöru 50 daga á ári hið minnsta.

Það liggur við að ég segi að göngin hans Árna séu skynsamlegri en þessi bryggju fjári.

2 herjólfar og málið er dautt.

Óskar Þorkelsson, 16.4.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, Nilli minn ég er ekki að segja að minnið sé lélegt, en hafnirnar í Skagen og Hirtshals eru líkar "Bakkafjöruhöfninni" að því leiti að allar eru þær byggðar á sandi, það er alveg rétt hjá þér en þar með er það sem þær eiga sameiginlegt upptalið.  Það eru alveg rosalegir straumar útaf suðurlandinu og svo er "rúsínan í pylsuendanum" fyrir utan fyrirhugað hafnarstæði er mikið "sandrif" þar sem meðaldýpi er 10 mtr og jafnvel þegar sjór er sléttur "brýtur" á þessu sandrifi en það sýnir glögglega þá strauma sem eru þarna.  Þetta sandrif gerir það að verkum að fyrirhuguð ferja á aðeins að hafa djúpristu sem er 3,1 mtr og ölduhæð má ekki vera mikið yfir 2 mtr til að ófært verði.  Ég bjó í Kristiansand í Noregi í rúmlega 2 ár og á þeim tíma fór ég nokkuð oft til Hirtshals og þekki aðstæður þar nokkuð vel en ég viðurkenni það alveg að til Skagen hef ég aðeins komið tvisvar og þekki þar mjög lítið til.  Með þessu er alls ekki ætlunin að draga minni þitt í efa ég er aðeins að láta í ljós skoðun mína.

Jóhann Elíasson, 17.4.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband