16.4.2008 | 16:10
Óumflýjanlegur fylgifiskur aflamarks við fiskveiðar
Þetta er ákkúrat það sem ég hef fengið að heyra daglega í marga mánuði af miðunum allt í kringum landið.
Ljósmynd af Bjarma BA-326, en það skip og eigendur þess voru lögð í einelti af stjórnvöldum eftir að myndband sem tekið var um borð í skipinu af brottkasti á 53 þorskum og sýnt í fréttatíma RUV árið 2001. Skipstjóri skipsins var dæmdur í Hæstarétti Íslands í 5 milljóna sektir og málskostnað og skipið var svipt veiðileyfi í 9 mánuði samtalls. Veiðileyfissviftinginn var látin koma fram 3 árum áður en dómur gekk í Hæstarétti.
Þúsundum tonna af þorski er hent í hafið í hverri viku !
Til hamingju með æðislegan árangur Árni Matth, og LÍÚ !
Íslenzk þjóð er svo rík og gjaldeyrisforðinn er meira en nægur, svo okkur munar ekki neitt um kasta í hafið 50 þúsund tonnum af þorski árlega !
Þið eruð allir snillingar !
Íslandi þúsund ár !
Segir brottkast að aukast gífurlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 764337
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef við erum með sóknarmark við fiskveiðarnar sópa bátarnir upp eins miklu drasli og hægt er þá daga sem þeir mega það, burtséð frá eftirspurn á markaði og liggja síðan óhreyfðir í höfn þess á milli.
Í aflamarki höfum við brottkastið.
Hvað er til ráða? Eftirlitsmenn sem róteri milli skipa og hreinlega að skip missi kvótann sinn ef þau uppvís af brottkasti? Yrði eftirlitsmönnunum ekki hreinlega fleygt í sjóinn og það kallað slys ef þeir segðust ætla að tilkynna brottkastið?
Er hægt að setja mælitæki í trollin sem mæla hvers mikið magn kemur inn í skipið vs. hversu miklu magni er landað?
Hvað er til ráða? Sóknarmarkið er ómögulegt.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.4.2008 kl. 16:29
Sóknarmarkið hefur gefist afburða vel í Færeyjum.
Gerðar hafa verið fjölmargar skoðannakannanir í Færeyjum á meðal sjómanna og útgerðamanna um sóknarkerfið og ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekki hafi komið einn einstaklingur fram sem lýsti óánægju sinni með kerfið.
Níels A. Ársælsson., 16.4.2008 kl. 16:48
Nákvæmlega svona er þetta Kristinn. En þó við ítrekum það aftur og aftur að svona eigi að gera þetta, þá sífrar kvótalið LÍÚ stöðugt að menn séu ekki með neitt í staðinn fyrir núverandi kerfi??? Og séu þess vegna ekki trúverðugir???
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 18:22
Við í Framtíð erum búnir að leggja til kerfi fyrir smábátana, Líú getur komið með tillögur fyrir sína preláta. En auðvitað gera þeir það ekki, þá þarf nefnilega að hugsa, það er eitthvað sem manni dettur til hugar að hafi verið frekar lítið gert af á þeim bænum undanfarin ár.
Hallgrímur Guðmundsson, 16.4.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.