Leita í fréttum mbl.is

Vígður fyrsti Hólabiskup

jón ögmundsson hólabiskup

Jón Ögmundsson á Breiðabólstað var tekinn til biskups á Hólum, fyrstur manna og vígður 29. apríl 1106. Hafði Gissur biskup Ísleifsson þar hönd í bagga að því er sagt er. Jón fór utan eftir tilnefninguna og hélt til Rómar á fund páfa, sem gaf út skipun um að hann skyldi vígður til biskups.

Jón gerðist umsvifamikill og lét mjög til sín taka í embættinu. Hann var talinn helgur maður, en hefur þó aldrei verið tekinn í dýrlingatölu af kaþólsku kirkjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón biskup var fyrsti Skagfirðingurinn sem gar sér frægðarorð fyrir fagran söng.

"Það ætla eg að þú kveðir betur en páfinn," heyrðist sagt þegar Jón stóð upp í kirkjunni þar í Róm og tók: "Undir bláhimni."

Líklega hefur hann verið bæði kvensamur og kynsæll í héraðinu.

Árni Gunnarsson, 29.4.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband