3.5.2008 | 23:15
O, jæja, hróin mín og hróin mín
Jörundur í Hrísey átti skip það er hét Hermóður. Lét Jörundur smíða þennan opna dall og hélt honum út í margar vertíðar til hákarlaveiða frá Grenivík, en Jörundur átti þá heimilisfang í Höfðahverfi.
Jörundur aflaði manna mest og hirti mikinn hákarl, enda dró hann til sín í skiprúm valda hákarlamenn, á meðan hann var formaður. Árið 1874 lét Jörundur breyta Hermóði sínum, lét hann þá smíða hann upp og gera hann að þilskipi.
Bar þá við að á útmánuðum, að mörg hákarlaskip silgdu út af Eyjafirði, og tóku þau stefnuna vestur og fram á Skagagrunn. Getur nú ekki um ferð þessara skipa að öðru leyti en því, að þau lögðust öll við hákarl hingað og þangað á grunninu.
Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en allt í einu, að veður tók að breytast og gengur hann að með öskrandi stórhríð og mikið veður. Sáu þá hákarlamenn sér ekki annað fært en losa um stjóra og leita til lands í hríðinni. Lögðu menn skipin "við í garðinn", - upp á Siglufjörð og inn á Eyjafjörð - allir nema Jörundur.
" O, jæja, hróin mín og hróin mín", sagði hann þegar búið var að vinda inn stjórafærið og útbúa Hermóð til ferðar í hríðinni. O, já hróin mín - o - það er bezt að við snúum rassinum í veðrið. Með þessu átti hann við að hann slægi skipi sínu undan veðrinu, og hélt hann alla leið vestur fyrir Hornstrandir, og svo inn á Ísafjörð. Urðu allir hásetar Jörundar forviða yfir þessu uppátæki svo snemma vetrar.
Liggur Jörundur nú inni á Ísafirði í marga daga og skipar þar í land þeirri lifur, sem hann var búinn að fá. Fréttir hann ekkert til hinna hákarlaskipanna í langan tíma; og rekur nú hafís upp að Horni og fyllir allan Húnaflóa og Skagafjörð. Segir ekkert af hákarlaskipunum annað en það, að þau náðu öll landi í garðinum. Urðu þau innlukt af ís og komst ekkert þeirra út af Eyjafirði, fyrr en komið var fram á sumar.
Engin spurði neitt til Jörundar við Eyjafjörð í langan tíma, og töldu allir hann af, - En það er af Jörundi að segja, að hann hélt skipi sínu út í hákarl eftir sem áður þar frá Ísafirði - einhverstaðar langt norður í hafi, líklega á Halamiðum. Jörundur hafði þá á skipi sínu marga þrekmikla hákarlamenn, og segir sagan að þeim hafi þótt frekar gott í staupinu, enda sparaði Jörundur ekki brennivínið við karla sína.
Er það haft eftir Jörundi, að hann hafi tekið út sex tunnur af brennivíni, þennan tíma, sem hann hélt sig að Ísafirði, og hafi það allt gengið upp þar vestur frá. Gizka margir á að gestkvæmt muni hafa verið hjá Jörundi, þegar hann var að koma með afla inn á Ísafjörð. En þetta er líka sú mesta brennivínseyðsla, sem sögur fara af í hákarlalegum.
Þennan tíma, sem Jörundur var á Ísafirði um vorið, aflaði jann 370 tunnur af lyfur. Lýsið var þá í háu verði, eitthvað nálægt 60 kr, tunnan, og geta menn af því ráðið, hversu mikils virði hákarlaaflinn gat verið í þá daga. Og ekki hefur Jörundi fundizt mikið til um þessa brennivínslögg, sem fór ofan í karlana, þar sem hann gekk sjálfur frá með meira en helming af aflanum, og svo var nú brennivínið ódýrt í þá daga.
Heimild; Hákarlalegur og hákarlamenn.
Í húsi Hákarla-Jörundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2008 kl. 22:59 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 764255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórskemtilegur lestur(er í vinnunni,svo það léttir)
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 09:14
Fróðlegt
Takk fyrir að deila þessu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2008 kl. 10:07
Takk bæði.
Níels A. Ársælsson., 4.5.2008 kl. 14:00
Níels : Hvaða ár gerast atburðir þeir sem líst er?
Magnús Jónsson, 4.5.2008 kl. 19:48
Magnús.
Ég held þetta hafi verið árið eftir að Jörundur lét breyta Hermóði í þilskip.
Þá væntanlega 1875.
Níels A. Ársælsson., 4.5.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.