Leita í fréttum mbl.is

Hood sökkt vestur af Íslandi

Þann 24. mai 1941, sökkti þýska beitiskipið Bismarck einu stærsta herskipi heims, breska beitiskipinu Hood, sem fáum dögum áður hafði farið frá Hvalfirði þegar það mætti örlögum sínum 250 sjómílum vestur af Reykjanesi. Með Hood fórust 1418 breskir sjóliðar, en einungis þrír komust af og voru þeir fluttir til Reykjavíkur. Bismarck var skotið í kaf vestur af Bretlandi þremur sólarhringum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lestu, Níels, fróðlega og athyglisverða grein Egils Þorfinnssonar (ekki sízt um verkfræðilega þáttinn í smíði HMS Hood og ófullnægjandi brynvarnir hans á veikustu blettunum) í nýútkomnum Sunnudags-Mogga, bls. 20–21: 'Stoltið sprengt og sökkt í sæ'. – Þess er þó ekki getið þar, að sprengjudynurinn heyrðist alla leið til Íslands!

Jón Valur Jensson, 25.5.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Jón Valur og takk fyrir ábendinguna.

Þetta er allt mjög athygglisvert og líka sorglegt.

Móðir mín sem er fædd 1931 og ólst upp á Tálknafirði man enn mjög vel eftir sprengingunni þegar Hood sprakk í tætlur.

Níels A. Ársælsson., 26.5.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband