Leita í fréttum mbl.is

Síđasti geirfuglinn

tveir síđustu geirfuglarnirŢann 3. júní 1844, voru tveir síđustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suđvestur af Reykjanesi.

Geirfuglinn var allt ađ 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuđ mörgćsum, en er ekki af sömu ćtt. Geirfuglinn var góđur sundfugl og nćrđist einkum á fiski. Útbreiđslusvćđi geirfuglsins voru strandsvćđi Norđur-Atlantshafsins.

Geirfuglinn var algengur víđa í Norđur-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiđi gekk grimmt á stofninn. Lengst lifđi geirfuglinn af viđ Ísland, en eins og áđur segir voru síđustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey.

Einhverjar sögur fara af ţví ađ til geirfugls hafi sést eftir ţađ, einkum á Grćnlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiđanleika ţeirra sagna.

Framan af var geirfugl veiddur til matar, en ţegar fuglinum fór ađ fćkka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn ađ borga háar fjárhćđir fyrir fuglinn og má segja ađ ţađ hafi veriđ hinn endanlegi dauđadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppađir geirfuglar hafa varđveist til dagsins í dag. Einn ţeirra má finna á Náttúrufrćđistofnun Íslands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband