Leita í fréttum mbl.is

Spilavíti mannréttindastofu LÍÚ hrunið ?

kaupþingglitnir
Viðskipti með varanlegar aflaheimildir hafa meira og minna legið niðri síðastliðna níu mánuði og bendir fátt til þess að líf sé að færast yfir markaðinn að nýju, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Eins og á öðrum eignamörkuðum má rekja frostið á kvótamarkaðinum til lánsfjárkreppunnar og hratt hækkandi fjármagnskostnaðar, en fleira kemur þó til en dýrari lánsfé og skert aðgengi að lánsfé.
liu
Olíuverð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum en olíukostnaður er stór kostnaðarliður í rekstri útgerðafyrirtækja.
Árið 2004 kostaði tunna af skipaolíu í kringum 350 dollara en í dag er hún verðlögð á 1.230 dollara og hefur verðið því nær fjórfaldast á tímabilinu. 
SamherjiÞessi hækkun tekur til sín æ stærri hluta af tekjum útgerðanna; fyrir fjórum árum fór að jafnaði 8% af tekjunum í olíukostnað en nú er þetta hlutfall komið upp í 20%. Svo mikil kostnaðarhækkun kemur sömuleiðis hart niður væntingum um framtíðarafkomu greinarinnar sem svo aftur endurspeglast í lægra kvótaverði.

 

Afurðarverð erlendis hefur verið einstaklega gott undanfarin misseri og vegið þungt á móti niðurskurði þorskaflaheimilda. Síðustu vikur hefur hins vegar hægt á hækkunum og þær staðið í stað og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ríkir mikil óvissa um verðþróunina erlendis og slík óvissa er til þess fallin að valda enn frekari þrýstingi á kvótaverð til lækkunar.

Heimild; skip.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband