Leita í fréttum mbl.is

Trékyllisvík

frá ófeigsfirðiÍ klettagjánni Kistu í Trékyllisvík voru í september 1654 brenndir á báli þrír dæmdir galdramenn. Voru þeir m.a. sekir fundnir um að hafa verið valdir að einkennilegum veikindum og hneykslanlegri hegðun kvenna við messugjörðir í kirkjunni í Árnesi.

Þær voru gripnar þvílíku ofboði með froðufalli, ropi og óhljóðum, að það varð að bera allt að 12 þeirra út úr kirkjunni á einum helgum degi. Galdrafárinu linnti að vísu ekki með brennunum og árið 1670 voru tveir menn úr Trékyllisvík hýddir fyrir galdra.

Skammt fyrir norðan Árnes eru þrír klettadrangar í fjöruborðinu. Þjóðsaga segir að þar hafi dagað uppi tvö nátttröll ásamt hundi sínum, en þau voru á leið frá tröllaþingi sem haldið var á Drangajökli. Á einu tröllinu var greinilegt höfuð en það fauk af í ofsaveðri um miðja 20. öldina.
 

Uppi undir hlíðarrótum Finnbogastaðafjalls í Trékyllisvík er hóll sem kallaður er Kleppa. Þar undir liggur tröllkonan Kleppa, en sögualdarpersónan Finnbogi rammi á að hafa spyrnt yfir hana skriðu til að hefna sín á henni. Aðrar sagnir segja að Kleppa hafi búið í hólnum.

Heimild; Ferlir.


mbl.is Eldur kom upp á Finnbogastöðum í Trékyllisvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hefur aldrei neinn stungið upp á því að þú stýrðir sögugöngum um Vestfirði, ég hefði allavega gaman af að fara í eina slíka.

Anna Karlsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hahahaha........

Anna mín !

Veistu, ég held ég endi kanski þannig.

Ég fæ ekki að sækja sjóinn, svo takk kærlega fyrir uppástunguna.

Níels A. Ársælsson., 16.6.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir þennan fróðleik. Égfór um þessar slóðir í fyrrasumar. Þetta er hrein NÁTTÚRUPERLA.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.6.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Guðrún.

Það er víða fallegt á Vestfjörðum.

Ég segi alltaf að Vestfirðir séu fallegastir allra fjarða í heiminum.

Níels A. Ársælsson., 16.6.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband