16.6.2008 | 12:46
Trékyllisvík
Í klettagjánni Kistu í Trékyllisvík voru í september 1654 brenndir á báli þrír dæmdir galdramenn. Voru þeir m.a. sekir fundnir um að hafa verið valdir að einkennilegum veikindum og hneykslanlegri hegðun kvenna við messugjörðir í kirkjunni í Árnesi.
Þær voru gripnar þvílíku ofboði með froðufalli, ropi og óhljóðum, að það varð að bera allt að 12 þeirra út úr kirkjunni á einum helgum degi. Galdrafárinu linnti að vísu ekki með brennunum og árið 1670 voru tveir menn úr Trékyllisvík hýddir fyrir galdra.
Skammt fyrir norðan Árnes eru þrír klettadrangar í fjöruborðinu. Þjóðsaga segir að þar hafi dagað uppi tvö nátttröll ásamt hundi sínum, en þau voru á leið frá tröllaþingi sem haldið var á Drangajökli. Á einu tröllinu var greinilegt höfuð en það fauk af í ofsaveðri um miðja 20. öldina.
Uppi undir hlíðarrótum Finnbogastaðafjalls í Trékyllisvík er hóll sem kallaður er Kleppa. Þar undir liggur tröllkonan Kleppa, en sögualdarpersónan Finnbogi rammi á að hafa spyrnt yfir hana skriðu til að hefna sín á henni. Aðrar sagnir segja að Kleppa hafi búið í hólnum.
Heimild; Ferlir.
Eldur kom upp á Finnbogastöðum í Trékyllisvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 764102
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- JBT Marel muni einblína á tekjusamlegð
- Segja tölur um opinbera starfsmenn skakkar
- Hið ljúfa líf: Í stríði og friði skal það freyða best
- ESB mun hjálpa evrópsku bílarisunum
- Evrukrísan en með öfugum formerkjum
- Vill aukna umræðu um fjárfestingar
- Svipmynd: Vill lækka opinber útgjöld
- Stefnur Trumps togist á sitt í hvora áttina
- Fréttaskýring: Frelsishetjan sem beðið var eftir
- Helmingur sprota frá landsbyggðinni
- Breytingar hafa verulegan kostnað í för með sér
- Samruni Marel og JBT samþykktur af hluthöfum
- Vonar að vextir lækki hraðar á Evrusvæðinu en í BNA
- Verðbólgan hjaðni hratt á næstunni
- Play í fimmta sæti
Athugasemdir
Hefur aldrei neinn stungið upp á því að þú stýrðir sögugöngum um Vestfirði, ég hefði allavega gaman af að fara í eina slíka.
Anna Karlsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:10
Hahahaha........
Anna mín !
Veistu, ég held ég endi kanski þannig.
Ég fæ ekki að sækja sjóinn, svo takk kærlega fyrir uppástunguna.
Níels A. Ársælsson., 16.6.2008 kl. 13:16
Takk fyrir þennan fróðleik. Égfór um þessar slóðir í fyrrasumar. Þetta er hrein NÁTTÚRUPERLA.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.6.2008 kl. 13:50
Já Guðrún.
Það er víða fallegt á Vestfjörðum.
Ég segi alltaf að Vestfirðir séu fallegastir allra fjarða í heiminum.
Níels A. Ársælsson., 16.6.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.