17.6.2008 | 01:56
Sáttmáli við guð og menn
Mánudagurinn 16. júní 2008, er merkilegur í sögu Íslands.
Hvítabjörn gekk á land á Hrauni á Skaga.
Bærinn Finnbogastaðir í Trékyllisvík verður eldi að bráð.
Almættið virðist enn og aftur hafa spunnið sinn flókna vef og nú með því að kveikja elda kærleika í hugum fólks sem hefur örlög hvítabjarnarins í hendi sér. Skráðar eru í heimildir rétt tæplega 250 hvítbjarnakomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum og er þetta í fyrsta skipti sem sögur fara af sem ákveðið er að aflífa ekki dýrið.
Trékyllisvík er sá staður sem hvað flestir hvítabirnir hafa stigið á land frá upphafi búsetu á Íslandi og eru því örlög Finnbogastaða og hvítabjarnarins á Hrauni þennan dag 16. júní 2008, merkileg í sögu þessarar þjóðar.
Ég geri það að tillögu minni að þeir vel stæðu Novators-menn sem boðist hafa til að greiða fyrir björgun hvítabjarnarins á Hrauni sýni nú einnig góðan hug sinn til Guðmundar Þorsteinssonar bónda á Finnbogastöðum og leggi honum til ekki minni upphæð í þeim miklu erfiðleikum sem að honum og sveitungum hans steðja.
Þegar svona voðalegir atburðir gerast í litlu samfélagi eins og í Árneshreppi þá snertir það alla íbúa hreppsins mjög mikið og allir eiga um sárt að binda.
Söfnun hafin fyrir ábúandann á Finnbogastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 6
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 764105
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Júlíus.
Þetta er ekki svona eins og þú heldur í þessu tilfelli.
Níels A. Ársælsson., 17.6.2008 kl. 12:20
Ég geri fastlega ráð fyrir að húsið á Finnbogastöðum sé orðið mjög gamalt þar sem faðir Guðmundar byggð það á sínum tíma.
Fasteigna og brunabótamat á stöðum eins og í Árneshreppi er varla nema 10% af byggingakostnaði ef það nær þá þeirri tölu sem ég efast reyndar um.
Þó svo Guðmundur hafi verið með allt tryggt þá geri ég ráð fyrir að bótafjárhæðin dugi vart fyrir að urða rústirnar.
Ég tek fram að ég veit ekkert um hvernig þessu er háttað í þessu eina tilfelli en tel miklar líkur á því að svona sé í pottinn búið.
Níels A. Ársælsson., 17.6.2008 kl. 13:03
Og mér finnst meira en líklegt að þarna hafir þú rétt fyrir þér Nilli.
Árni Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 22:15
Takk Árni.
Níels A. Ársælsson., 17.6.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.