Leita í fréttum mbl.is

Tveir barnsfeður tilnefndir

móðir og barn 22

Valdsmenn landsins urðu að kljást við þann vanda, hversu ákvarða skyldi barni faðerni, þegar kona nefndi þar tvo menn, er báðir reynast jafnlíklegir.

Það var kona ein í Önundarfirði, Gróa Jónsdóttir sem þessu olli.

Það varð ráð önfizku dómaranna að skipa þessum tilnefndu barnsfeðrum báðum að annast barnið til sjö ára aldurs, en þá skyldu skynsamir menn segja til um, í ætt hvors mannsins það líktist fremur, og átti þá mannanna, er faðir þess taldist líklegri, að greiða hinum allan þann kostnað er hann hafði haft af barninu.

Önundafirði anno 1693.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Oft var það nú einnig svo að yfirstéttarmenn kenndu vinnumönnum sínum börn er þeir áttu sjálfir. Þar voru prestar og ríkustu bændurnir ekki mannana bestir. Svoleiðis urðu sjálfsagt mörg hjónaböndin til fyrr á öldum.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.6.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Golli.

Hún langa langa lanfa amma mín, Þórlaug Bjarnadóttir vinnukona á Hrafnseyri hjá sr, Sigurði Jónssyni (föður Jóns forseta) varð þunguð eftir sérann og kendi barnið vinnumanni á bænum.

Vinnumaðurinn Bjarni þrætti og að endingu sór hann fyrir söfnuðinum við guðsþjónustu á Hrafnseyri að hafa aldrei sængað með Þórlaugu.

Þórlaug fæddi dreng sem skírður var Bjarni og kendur við móður sína, sagður föðurlaus.

Bjarni Þórlauguson var hann nefndur og varð hann síðar formaður fiskiskútunni á Fönix frá Ísafirði.

Níels A. Ársælsson., 26.6.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband