27.6.2008 | 13:11
Samherji hf, bannar áhöfn að blogga
Það eru ekki bara stjórnvöld í Kína, N-Kóreu og Simbabe sem láta elta uppi þrjóta með sjálfstæðar skoðanir og loka hjá þeim bloggsíðum.
Nú hefur Samherji hf, tekið sér stöðu við hliðina á þessum kúgurum og látið loka heimasíðu sinnar eigin áhafnar á Margréti EA-710, http://123.is/margretea/
Þetta má lesa um hér á heimasíðu Hákons EA-148, http://hakonea.blog.is/blog/hakonea/entry/577288/
Það kemur svo sem ekki á óvart að forstjóri Samherja hf, og stjórnarformaður Glitnis-banka, hagi sér með þessum hætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 764547
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Kynferðisbrot vegna Tiktok-áhrifa á borði lögreglu
- Krefjast tafarlausra aðgerða
- Telur misskilning hafa átt sér stað í atkvæðagreiðslu
- Samþykkja að skrá flokkinn sem stjórnmálasamtök
- Svarar fyrir ríkisvæðingu háskólanna
- Ljúka að fella tré í hæsta forgangi um helgina
- Kí skorar á SÍS að greina frá afstöðu sinni
- Þetta er grafalvarleg staða
- Landsfundur Flokks fólksins er hafinn
- Lögregla aðstoðaði ökumann fastan í fjöru
- Vilja skýrslu ráðherra um Reykjavíkurflugvöll
- Furðar sig á hugmynd Guðrúnar
- Hættu við af ótta við afleiðingarnar
- Þurfum að passa að lenda ekki í svari Evrópu
- Slydda eða snjókoma í dag
Athugasemdir
Já, það er akkúrat. Það væri synd að segja að hægt væri að ljúga á ruglið? Þeir hljóta að hafa gert eitthvað af sér strákarnir? Ég fór nú oft þarna inn og þetta var ansi skemmtileg síða hjá þeim, hvar var verið að fara yfir hlutina um borð, oftar en ekki á gamansaman hátt. Man nú ekki eftir að hafa séð þar neitt sem gæti farið fyrir brjóstið á yfirmönnum?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.6.2008 kl. 13:39
Hafsteinn.
Það er kanski ekki málið hvað þeir voru búnir að skrifa, heldur hitt hvað þeir gætu kanski skrifað seinna meir !
Og annað hitt, hvað þeir voru að lesa og þá kanski aðalega, hvaða blogg frá hvaða mönnum þeir lásu.
Þetta er mjög auðvelt fyrir útgerðina að sjá í gegnum tölvukerfi Samherja hf.
Níels A. Ársælsson., 27.6.2008 kl. 14:20
Ja hérna hér. Nú er ég hissa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 15:06
Je dúdda mía... Er einhver ógnarstjórn í gangi? Geta þeir ekki stofnað með sér starfsmannafélag og bloggað í þess nafni. Yrði þá e.t.v. nettengingin tekin af þeim líka?
Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 15:07
Jedúa mía !
Já Alla þetta er alvöru mál !
Níels A. Ársælsson., 27.6.2008 kl. 15:30
Þú þarft ekkert að vera hissa Jenný !
Þarna er þeim rétt lýst Samherjamönnum !
Níels A. Ársælsson., 27.6.2008 kl. 15:31
Hvað gerðu þeir af sér Nilli til að verðskulda þetta?
Sigurbrandur Jakobsson, 27.6.2008 kl. 17:54
Sigurbrandur.
Ætli hafi ekki verið nóg að forstjórinn fór öfugt fram úr þann morguninn eða kanski eitthver smá ónáægja með eitthvað um borð !
Ég veit það ekki annars !
Níels A. Ársælsson., 27.6.2008 kl. 19:08
Hátignir þurfa nú að sýna vald sitt annað veifið, það þarf ekki að vera til annars...
Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 19:28
Þegar konfersráðið kemur ha !
Góðan daginn !
Það er nefnilega það.
Þrjátíu vertíðir á sjó.
Sá sem rær hjá Gúdmúndsen þarf herskip.
Eftir þrjátíu vertíðir, góðan daginn:
þú ert sendur heim,
heimí þetta skráþura hreyfingalausa bjakk
sem þeir kalla land
og það er nefnilega það;
Níels A. Ársælsson., 27.6.2008 kl. 21:00
Það er svo sem ekki ólíklegt hvort tveggja. Menn geta verið afskaplega morgunfúlir ekki síst ef eitthvað er að angra þá. Þetta er samt brot á öllu velsæmi.
Sigurbrandur Jakobsson, 27.6.2008 kl. 23:35
Manni dettur helst í hug að forstjórinn vilji ekki að "sölutölur" dagsins verði ekki sendar út til almennings.
Guðmundur Björn, 28.6.2008 kl. 10:33
Þetta er í stíl við annað hjá þessu fyrirtæki. Á skipum Samherja hf. geta menn ekki verið veikir án þess að eiga hættu að missa vinnuna. Það er frægt dæmið þegar ein áhöfnin taldi brotið á sér með hafnarfrí, þá var skipshöfnin boðuð á sjó og um borð var sjálfur forstjórinn og á leiðinni frá Akureyri til Hríseyjar var einn og einn skipverji kallaður fyrir og látinn skrifa undir sérstakt samkomulag við Samherja hf. framhjá kjarasamningum og í Hrísey fór forststjórinn í land og þeir skipverjar sem ekki höfðu skrifað undir og nýir menn komu um borð.
Jakob Falur Kristinsson, 1.7.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.